Mynd - Landsmót LSS í golfi 2017

Landsmót LSS í golfi 2017

Landsmót LSS í golfi verður að þessu sinni haldið á Hamarsvelli í Borgarnesi föstudaginn 18. ágúst og hefst stundvíslega kl. 9:00 Eins og undanfarin ár verður keppt í höggleik með og án forgjafar svo og í sveitakeppni karla, kvenna og öldunga. Rútuferð verður frá höfuðborginni fyrir mót og eftir lokahóf og einnig boðið upp á rútuferð frá golfvelli og upp í sundlaug með reglulegu millibili eftir kl. 14. Lokahófið verður svo á slökkvistöðinni í Borgarnesi og hefst kl. 19 en eftir borðhald verður verðlaunaafhending. Vallargjald verður 3.500 en ekki er komið verð fyrir lokahófið en verði verður stillt í hóf. Þó svo að annað félagsstarf LSS, íþrótta- og fótboltamót, hafi ekki náð að halda sér þá virðist golfið enn vera eftirsótt og þurfum við að halda því þannig. LSS hefur því ákveðið að styðja vel við bakið á golfmótinu og aðstoða við að gera það hið glæsilegasta. Við erum heppnir að hafa áhugasama einstaklinga sem eru tilbúnir að leggja sig fram við að skipuleggja mótið en þeir Jón E. Árnason, Jón Sólmundarson, Árni Ómar Árnason og Pálmi Hlöðversson fá bestu þakkir fyrir ap hafa tekið þetta að sér.