Minnum á Íslandsmót slökkviliða 2018

Næstkomandi laugardag, 15. september, fer fram Íslandsmót slökkviliða.  Áralöng hefð er fyrir því að slökkviliðs- og sjúkraflutningafólk af öllu landinu mætist á mótum sem þessum en nú í ár verður í fyrsta sinn keppt í Slökkviliðskeppni. 

 

Víða um heim er keppt í stórum íþróttaviðburðum fyrir slökkvilið.  Keppnirnar byggjast upp á greinum sem tengjast starfinu beint og notast er við búnað sem er notaður í starfi slökkviliða.

 

Á Íslandsmóti slökkviliða í ár verður keppt í fjórum keppnisgreinum. Þær eru slökkviliðskeppni, fótboltamót, kraftlyftingar og golf. Mótið stendur yfir kl. 09-17.

 

Slökkviliðskeppnin sjálf byggist upp á einni braut sem keppendur vinna sig gegnum nokkur verkefni.  Keppendur rúlla út og gera upp slöngur, bjarga brúðu, bera froðubrúsa, vinna með sleggju og vatnslagnir.  Verðlaunað er í karla og kvennaflokki og hljóta sigurvegarar titlana Hraustasti slökkviliðsmaður og -kona Íslands 2018. 

 

Við bjóðum áhorfendur velkomna á slökkviliðskeppnina sem stendur fyrir frá kl. 13-17 í Varmá. Við verðum með hoppukastala og slökkviliðs-þrautabraut fyrir krakka.

 

Facebook viðburður hér: https://www.facebook.com/events/169657670389794/

 

Plakats auglýsingin hér: http://lsos.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=1da116ee-af67-11e8-9431-005056bc2afe

 

Þetta verður fyrsta slökkviliðskeppnin af þessu tagi hér á landi en hér er myndband frá sambærilegri keppni í Bretlandi: https://www.youtube.com/watch?time_continue=13&v=ACZ-R5HJZ8A

(fyrir utan svona turn, byggjum þannig á næsta ári)

 

Tengiliður:

Ómar Ómar, s. 8935852