Golfmót


Golfmótið fer fram á Bakkakots vellinum í Mosfellsbæ. Völlurinn er 9 holu og er leikið tvo hringi.

ATH. Skráning á golfmótið fer fram á www.golf.is .  Þátttökugjald er greitt þar við skráningu.

Reglugerð golfmóts LSS

1.grein.

Á vegum LSS, skal skapaður vettvangur fyrir þá félagsmenn sem áhuga hafa á golfíþróttinni og skal m.a. í þeim tilgangi halda árlega, Landsmót LSS í golfi.

 

2.grein.

Skipuð skal þriggja manna nefnd til eins árs í senn, sem falin er yfirumsjón með allri framkvæmd og skipulagningu golfiðkunar á vegum LSS og í umboði íþróttanefndar LSS.  Í nefndinni skal sitja einn einstaklingur með héraðsdómararéttindi, ef því verður við komið.

Þátttökuréttur.

 

3. grein.

Þátttökurétt eiga eftirfarandi aðilar.:

Allir félagsmenn LSS og makar þeirra.

Fyrrverandi slökkviliðsmenn sem voru félagar í LSS og starfað höfðu minnst fimm (5) ár eða lengur sem slökkviliðsmenn. Jafnframt nær þátttökuréttur til maka þeirra.

Allir þeir slökkviliðsmenn sem náð hafa eftirlaunaaldri.

Gestum félagsmanna er heimil þátttaka skv. sérstökum skilmálum, enda hafi þeir viðurkennda forgjöf.

 

4.grein.

 

Leikfyrirkomulag:

Landsmót LSS í golfi.

Leikinn skal 18 holu höggleikur með og án forgjafar í sveitakeppni. Í einstaklingskeppni er leikin punktakeppni, einnig verða veitt verðlaun fyrir fyrsta sæti í höggleik (6.grein).

Keppendur með forgjöf 26,4 eða hærri leika ekki í sveitakeppni.

Leikforgjöf í punktakeppni er 24

Karlar leika af gulum teigum, en konur af rauðum.

Karlar 70 ára og eldri leika af rauðum teigum.

Gestir keppa um sérstök gestaverðlaun. Gestir geta ekki unnið til annarra verðlauna.

Keppandi sem hlýtur verðlaun í höggleik hlýtur ekki verðlaun í punktakeppni.

 

5.grein.

Fyrirkomulag sveitakeppni:

Hver sveit skal skipuð 4 leikmönnum. Þó er heimilt að skipa sveit þremur (3) mönnum verði öðru ekki við komið, enda sé nefndinni tilkynnt um slíkt með nægum fyrirvara. Skipan sveitar/sveita, skal liggja fyrir eigi síðar en tíu (10) dögum fyrir mót. Hverri einstakri deild  LSS eru engin takmörk sett um fjölda sveita til þátttöku.

Hver sveit skal auðkennd með bókstaf A, B, C osfrv.

Þar sem þátttaka er ekki næg til að mynda sveit innan deildar, er einstaklingum úr fleiri en einni deild, heimilt að sameinast um eina sveit. Þá er mökum félagsmanna heimilt að að vera/teljast hluti sveitar.

Árangur hverrar sveitar telst samanlögð skor þriggja bestu leikmanna. Séu tvær eða fleiri sveitir jafnar, skal samanlögð skor tveggja bestu liðsmanna hverrar sveitar ráða úrslitum. Sé þá enn jafnt, skalbesta skor einstaks liðsmanns ráða. Ráðist úrslit enn ekki, skal samanlögð skor allra fjögurra liðsmanna sveitar, ráða úrslitum.

Verðlaun í sveitakeppni án forgjafar, er farandgripur. LSS hjálmurinn.

Verðlaun í sveitakeppninni með forgjöf, er einnig veglegur farandgripur.

Auk þessa skal hver og einn félagi sigursveitar, hljóta verðlaunagrip til eignar.

Þær keppnissveitir sem hljóta 2. og  3. sæti skulu einnig hljóta viðurkenningar.

 

6.grein.

Um einstaklingskeppni

Höggleikur

Keppt er um besta árangur einstaklinga án forgjafar. Sigurvegari hlýtur farandverðlaun til varðveislu í eitt ár. Sigri sami einstaklingur í þrjú ár í röð eða fimm (5) sinnum alls, skal hann hljóta farandgripinn til eignar.

Ef tveir eða fleiri eru á sömu skori (höggleikur og punktakeppni) skal bráðabani ráða úrslitum. Leiknar skulu þrjár holur.Ef keppendur eru enn jafnir, skulu leiknar aðrar þrjár holur og svo koll af kolli þar til leiknar hafa verið níu holur. Skal þá nefndin varpa hlutkesti um röð keppendanna.

Úrskurður nefndarinnar er endanlegur.

 

7. grein

 

Um einstaklingskeppni

Punktakeppni

Allir nema nýliðaflokkur (8.grein) keppa samkvæmt punktakeppni. Keppendur með forgjöf 26,4 eða lægri spila þó höggleik séu þeir skráðir í sveit sem telst sem slíkur í sveitakeppninni en sem einstaklingar eru reiknaðir út í punktum.Hámarks leikforgjöf í puntkakeppninni er 24. Verðlaun í punktakeppni eru veitt fyrir sex efstu sætin.

 

8. grein.

Nýliðaflokkur.

Nýliðar keppa um verðlaun í karla og kvennaflokki. Leikinn er 9 holu höggleikur með fullri forgjöf skv. reglum GSÍ. Leikið er á byrjendavelli þar sem því verður viðkomið, annars er leikið á sama velli og aðalmótið og er þá leikin punktakeppni. Verðlaun hljóta þrír efstu keppendur í báðum flokkum. Leikið skal af rauðum teigum.