Förum varlega


  • Efling eldvarna er liður í því að auka öryggi jafnt barna sem fullorðinna á heimilinu. Þegar börnin koma heim úr skólanum eftir að hafa fengið slökkviliðið sitt í heimsókn er því upplagt að foreldrar setjist niður með barninu, kynni sér fræðsluefnið og fari skipulega yfir eldvarnir heimilisins.
  • Erum við með nógu marga, virka og rétt staðsetta reykskynjara til að tryggja að fjölskyldan vakni og nái að forða sér út ef eldur kæmi upp til dæmis að næturlagi? Höfum við gert og rætt við börnin áætlun um hvernig við yfirgefum heimilið á neyðarstundu? Hvar ætlum við að hittast þegar allir eru komnir út? Er tilskilinn slökkvibúnaður á heimilinu? Kunnum við að nota hann? Er eitthvað í daglegri umgengni á heimilinu sem við getum breytt til að draga úr líkum á að eldur komi upp?
  • Leiðbeiningar um eldvarnir heimila er að finna í handbók Eldvarnabandalagsins sem börnin fá með sér heim. Við biðlum til foreldra að kynna sér þær og fylgja þeim. Þannig verður heimilið miklu öruggari staður til að vera á.