Hagnýtar upplýsingar


agnýtar upplýsing

Á orlofsvef félagsins bókar þú og sækir um orlofshús og íbúðir Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna. Þar getur þú einnig keypt veiðikort, útilegukort, ferðaávísun og fleira undir flipanum Miðasala. Einnig má finna afslátt á ýmsum vörum og þjónustu fyrir félagsmenn okkar.  Nú er hægt að skila inn kvittunum vegna tjaldstæða og fá endurgreiðsla að hámarki 20.000-kr, nafn og kennitala félagsmanns verður að koma fram á kvittuninni.


Umsóknir fyrir vetrarleigu:

Vetrartímabil hefst 1.október   Hægt er að sækja um ákveðna tíma yfir veturinn frá 15.sept - 1.okt, eftir úthlutun er opnað fyrir bókun og gildir þá reglan, fyrstur kemur - fyrstur fær.  Lokað er fyrir páskavikuna þar henni er úthlutað eftir áramótin.  Tilkynning er send í veffréttabréfi ásamt á heimasíðu félagsins þegar opnað er fyrir umsóknir.
Félagsmenn þurfa að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli til þess að bóka orlofshús, íbúðir og versla annað á orlofsvefnum orlof.is/lsos.


Umsóknir og úthlutun orlofshúsa fyrir sumartíma:

Allar umsóknir þurfa að berast í gegnum orlofsvefinn.  Ekki er stuðst við punktakerfi, heldur er skoðað fyrri úthlutanir ef þess þarf. Þeir ganga þá fyrir sem ekki hafa fengið áður úthlutað.  Eftir úthlutun opnast fyrir leigu og gildir þá reglan fyrstur kemur - fyrstur fær. Félagsmenn bóka þá sjálfir með rafrænum skilríkjum eða Íslykli á orlofsvefnum.

Leigutímabilið yfir sumarið er frá 1.maí - 30.september ár hvert.

Niðurstöður úthlutunar eru sendar í tölvupósti og greiðslufrestur tilgreindur í pósti.  Framvísa verður leigusamningi þegar lyklar eru sóttir á slökkvistöðvarnar.  Í Munaðarnesi eru lyklahús og kemur númer lyklahússins fram á leigusamningi.

 

Sumar - Spánn:

Ákveðið var sumarið 2019 að bjóða félagsmönnum leigu á íbúð í Torreveja.  Vegna covid 19 var ákveðið að fresta leigu 2020 og 2021.  Stefnan er að bjóða upp á leigu árið 2022.

 

Verð á miðum 

Veiðikort 4.000-kr.

Útilegukort 12.000-kr

Útileiga/tjaldstæði  20.000-kr styrkur, Á kvittun þarf að koma nafn og kennitala félagsmanns.

Ferðaávísun niðurgreiðsla orlofssjóðs 30% af kaupverði en að hámarki 15.000-kr. 

Til þess að kaupa miða ferð þú inn á orlofsvefinn.

 

Félagsmenn geta haft samband við skrifstofu félagins í s. 562-2962 eða sent tölvupóst á lsos@lsos.is til frekari upplýsingar eða til að fá aðstoð.