Um orlofssjóð


 • Erindisbréf

Stjórn orlofssjóðs

 

Stjórn LSS skipar eftirfarandi aðila í stjórn orlofssjóðs til tveggja ára:

 

Stjórn LSS skipa:

 • Formaður                                 Magnús Smári Smárason, magnuss@lsos.is s: 691 1513
 • Varaformaður                          Bjarni Ingimarsson, bjarnii@lsos.is s: 699 4159
 • Gjaldkeri                                   Ásgeir Þórisson, asgth@simnet.is s:899 5335
 • Ritari                                         Anton Berg Carrasco, antonbc@lsos.is s: 864 2653
 • Form. fagd. slökkviliðsm.       Jón Kristinn Valsson, jonv@shs.is s: 863 0304
 • Form. fagd. sjúkraflutningam. Birkir Árnason, birkira@lsos.is s:823 5555
 • Varamaður í stjórn                   Hlynur Kristjánsson, hlynur@isafjordur.is s: 863 1916
 • Varamaður í stjórn                   Árni Snorri Valsson, arnipatrol@gmail.com s: 869 5596

 

Gildistími skipunar: September 2020 – apríl 2022

 

Markmið orlofssjóðs:

 • Að orlofssjóður haldi í við þróun á uppbyggingu orlofsíbúða og veitir sambærilega þjónustu og önnur stéttarfélög.

   

  Hlutverk stjórnar LSS:

  Sjóðsstjórn ber ábyrgð á rekstri og úthlutun sjóðsins. Sjóðsstjórn er sjálfstæð í störfum sínum. Ákvarðanir orlofssjóðs er bókaðar í fundargerðir stjórnar LSS þar sem um sömu stjórn er að ræða. Stjórn skipar sérstaka orlofsnefnd, skv. erindisbréfi, sem sér um daglegan rekstur og viðhald. Sú nefnd sækir umboð sitt til stjórnar LSS og skilar inn fundargerðum. Sjóðsstjórn hefur að leiðarljósi siðareglur, önnur lög og reglugerðir sem LSS hefur sett eða starfar eftir.

   

  Hlutverk stjórnar sjóðsins eru m.a.:

  • Tryggja félagsmönnum góða aðstöðu og gott framboð gistinga í orlofi sínu.
  • Að vinna að eflingu orlofsframboða fyrir félagsmenn.
  • Tryggja félagsmönnum góð kjör á ferðum, gistingu og afþreyingu.
  • Sjóðsstjórn ber ábyrgð á rekstri og úthlutun sjóðsins. Starfsmenn sjá um að afgreiða styrkumsóknir samkvæmt gildandi reglugerð um starfsemi þess.
  • Sjóðsstjórn mótar stefnu LSS í orlofsmálum.
  • Stjórn ber ábyrgð á að orlofsnefnd og starfsmenn sjóðsins fylgi eftir stjórnar- og þingssamþykktum LSS.
  • Ef gerðar eru breytingar á reglum orlofssjóðs skulu þær kynntar félagsmönnum eins fljótt og auðið er.
  • Í lok hvers almanaksárs ber sjóðsstjórn að skila skýrslu þar sem gert er grein fyrir fjárhag og starfsemi sjóðsins.

   

  Starfshættir
  Formaður sjóðsins ber ábyrgð á boðun funda. Fundarboðun skal vera bréfleg eða rafræn og send öðrum stjórnarmönnum, ásamt framkvæmdastjóra LSS, eigi síðar en fjórum sólarhringum fyrir fund. Starfsmenn bera ábyrgð á úthlutun orlofsíbúða og daglegum rekstri. Starfsmenn LSS eru jafnframt starfsmenn sjóðsins. Stjórnarmenn hafa rétt á að sitja fundi orlofsnefndar með málfrelsi og tillögurétt.

   

  Vonast er til að stjórn LSS skili eftirfarandi árangri:

 • Tryggja skilvirka afgreiðslu umsókna um leigu orlofsíbúða félagsins.
 • Tryggja að ástand íbúða sé í viðunandi ástandi.
 • Að þjónusta LSS sé skilvirk og daglegur rekstur viðunandi.
 • Tryggir betri kjör fyrir félagsmenn á ferðalagi í gistingu, ferðalögum og annarri afþreyingu.
 • Að orlofssjóður haldi í við þróun á uppbyggingu orlofsíbúða og veitir sambærilega þjónustu og önnur stéttarfélög.

 

Fjármál
Orlofssjóður er með sjálfstæðan rekstur og er fjármagnað með iðgjöldum frá vinnuveitendum. Orlofsnefnd gerir viðhalds- og framkvæmdaáætlun sem stjórn LSS samþykkir. Daglegur rekstur er í höndum starfsmanna LSS. Öll fjárútlát skulu unnin í samráði við framkvæmdastjóra LSS.

 

Starfsmenn LSS: Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri.

                            Guðrún Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri.