Samþykktir Styrktarsjóðs tryggingasjóðs LSS


Samþykktir Styrktarsjóðs tryggingasjóðs LSS

 

Samþykktir Tryggingasjóðs vegna styrkveitinga til slökkviliðsmanna sem greinast með starfstengd krabbamein.

 

Rétt til greiðslu úr sjóðnum eiga allir félagsmenn LSS sem uppfylla skilyrði sem koma fram í þessum samþykktum og sem greitt er af að lágmarki 22.500-kr í Tryggingarsjóð LSS á ári.

 

Samþykktir þessar eru dagsettar frá 4.maí 2021 en hafi félagsmaður greinst fyrir þann tíma á hann ekki rétt á styrk úr sjóðnum.

 

Verði krabbameins slökkviliðsmanna flokkuð sem atvinnusjúkdómar í reglugerð fellur þessi sjóður úr gildi og Tryggingasjóður endurreikna tryggingaskírteini vegna slysatryggingar.

 

 

 1. Rétt til greiðslu úr sjóðnum eiga félagsmenn sem greinast með eftirtalin krabbamein sem vísindalega hefur verið staðfest að slökkviliðsmenn séu með auknar líkur á að greinast með vegna mengunar sem þeir verða fyrir í störfum sínum.
  1. Hvítblæði- (Primari site leukemia) hafi félagsmaður starfað í 5 ár sem slökkviliðsmaður
  2. Krabbamein í heila - (Primary site brain cancer)- hafi starfmaður starfað í 10 ár sem slökkviliðsmaður
  3. Krabbamein í þvagblöðru -(Primary site bladder cancer)- hafi félagsmaður starfað í 15 ár sem slökkviliðsmaður
  4. Krabbamein í þvagrás (Primary site ureter cancer)- hafi félagsmaður starfað í 15 ár sem slökkviliðsmaður
  5. Krabbamein í nýrum (Primary site kidney cancer)- hafi félagsmaður starfað í 20 ár sem slökkviliðsmaður
  6. Ristilkrabbamein (Primary site colorectal cancer)- hafi félagsmaður starfað í 20 ár sem slökkviliðsmaður
  7. Eitilæxli sem er ekki Hodgin´s krabbamein (Primary site non-Hodgkin´s lymphoma- hafi félagsmaður starfað í 20 ár sem slökkviliðsmaður
  8. Lungnakrabbamein svo fremi sem einstaklingur reyki ekki (Primary site lung cancer in non-smokers) -hafi félagsmaður starfað í 15 ár sem slökkviliðsmaður
  9. Krabbamein í eistum (Primary site testicular cancer) - hafi félagsmaður starfað í 10 ár sem slökkviliðsmaður
  10. Krabbamein í vélinda (Primary site esophageal cancer) - hafi félagsmaður starfað í 25 ár sem slökkviliðsmaður
  11. Krabbamein í blöðruhálskirtli (Primary site prostate cancer)- hafi félagsmaður starfað í 15 ár sem slökkviliðsmaður
  12. Húðkrabbamein (Primary site skin cancer) - hafi félagsmaður starfað í 15 ár sem slökkviliðsmaður
  13. Brjóstakrabbamein (Primary site breast cancer)- hafi félagsmaður starfað í 10 ár sem slökkviliðsmaður
  14. Mergæxli (Primary site myeloma) - hafi félagsmaður starfað í 15 ár sem slökkviliðsmaður
  15. Leghálskrabbamein (Primary site cervical cancer) - hafi félagsmaður starfað í 10 ár sem slökkviliðsmaður
  16. Krabbamein í eggjastokkum (Primary site ovarian cancer) - hafi félagsmaður starfað í 10 ár sem slökkviliðsmaður.
 2. Upphafstími starfsaldurs skv. gr. 1 miðast við undirritun ráðningarsamnings félagsmanns við slökkvilið.
 3. Greiningar ofangreindra krabbameinstegunda skulu staðfestar af sérfræðingi í krabbameinslækningunum.
 4. Styrktar upphæð er 1.000.000.kr og endurskoðast einu sinni á ári þann 1.júní.
 5. Félagsmenn sem greitt hefur verið af í sjóðinn í 4.ár hið minnsta eiga rétt á greiðslum úr sjóðnum í 5.ár eftir að þeir láta af störfum (falla af launaskrá).
  1. 5.mgr tekur gildi 4.maí 2025, fram að þeim tíma safnast í sjóðinn en fram að því eiga þeir sem fallnir eru af launaskrá ekki rétt á greiðslum úr sjóðnum
 6. Ef styrktarsjóður Tryggingasjóðs vegna starfstengdra krabbameina á ekki innistæðu fyrir greiðslu styrkja eiga félagsmenn sem eiga réttindi í sjóðnum rétt á greiðslu um leið og safnast hefur í hann, ef fleiri en einn bíða greiðslna miðast röð útgreiðslu við dagsetningu styrkbeiðni.
 7. Allar umsóknir í sjóðinn eru meðhöndlaðar sem viðkvæmar persónuupplýsingar eftir lögum og reglum sem gilda um þannig gerðir upplýsinga.
 8. Samþykktir þessar skal endurskoða einu sinni á ári fyrir 1.júní.
 9. Styrktarsjóður LSS tekur á móti umsóknum og kemur til stjórnar Tryggingasjóðs LSS.

Samþykkt af stjórn tryggingasjóðs á stjórnarfundi þann 4. maí 2021.