Stefnur og áætlanir


Markmiðið með Eldvarnaátaki LSS um jól og áramót er að lágmarkseldvarnir séu á hverju heimili svo koma megi í veg fyrir ótímabær slys eða dauðsföll.

Starfsstétt slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna láti sig varða forvarnamál á sínu starfssviði og hafi forgöngu þar að lútandi. 
Markviss forvarnarstarfssemi LSS með Eldvarnaátaki stuðlar að bættri ásýnd og jákvæðara starfsumhverfi félagsmanna svo og styrkir stöðu þeirra til faglegra vinnubragða á sviði forvarnamála.


Framangreindum markmiðum er náð með því:

Að slökkviliðsmenn standi fyrir samræmdri eldvarnafræðslu á landsvísu í grunnskólum 
landsins. Um er að ræða samstarfsverkefni slökkviliða og grunnskóla landsins undir forgögnu LSS.

Að hvetja til varkárni í umgengni við eld og að hugað sé að þeim búnaði sem getur valdið 
íkveikju.

Að standa fyrir útgáfu á forvarnablaði ætlað öllum almenningi.

Umsjón og framkvæmd með Eldvarnaátaki LSS hafa eftirtaldir: Framkvæmdarstjóri LSS, Hermann Sigurðsson og Garðar Guðjónsson.