Mynd - LSS gerir samning um afslátt á augnaðgerðum

LSS gerir samning um afslátt á augnaðgerðum

 LSS og Sjónlag hafa gert með sér samning um sérstakt tilboð til félagsmanna LSS í laseraðgerðir, augnsteinaaðgerðir og ítarlega forskoðun.

Sjónlag hefur verið í forystu með tækninýjungar í laseraðgerðum og bauð fyrst fyrirtækja á Íslandi upp á uppfærða snertilausa TransPRK meðferð. TransPRK er sjónlagsaðgerð sem byggir eingöngu á notkun lasergeisla og með nýrri SmartPulse tækni. Gróandinn eftir aðgerðina er enn sneggri miðað við hefðbundna TransPRK aðgerð. Snertilaus sjónlagsaðgerð hentar sérstaklega vel þegar um minni sjónlagsgalla er að ræða, svo sem við nærsýni, fjarsýni og sjónskekkju og ef hornhimnur eru þunnar. Þessi nýja meðferð kostar á sértilboði aðeins 250.000 kr. en fullt verð er 295.000 kr.

Vinsælasta lasermeðferðin Sjónlags er hins vegar hníflausa Femto-LASIK meðferðin en það er vinsælasta lasermeðferðin í heiminum í dag og er Sjónlag eina fyrirtækið á Íslandi sem býður þessa meðferð.

Þessi meðferð kostar 300.000 kr. með 50.000 kr. afslætti.

Nánari upplýsingar má finna á heimsíðunni  www.sjonlag.is

Áhugasamir þurfa að panta tíma í forskoðun til að kanna sína möguleika en þeir geta verið margir.
Ýtarleg forskoðun kostar 6.800 kr. en er á tilboði til félagsmanna LSS  aðeins 5.000 kr.

Þeir sem fara í laseraðgerð fá 20% afslátt af öllum sólgleraugum í Eyesland gleraugnaverslun en við erum t.d. með mikið úrval af Ray-Ban sólgleraugum. Auk þess fá félagsmenn LSS 15% afslátt af umgjörðum og glerjum.

Nánari upplýsingar í síma 577 1001 eða á heimasíðunni  www.sjonlag.is þar er mikið af gagnlegum upplýsingum fyrir áhugasama. Mikilvægt að þú látir vitað að þú sért að hringja út af þessu tilboði.

 

Hér má finna áhugaverða grein um hættuna fyrir viðbragðsaðila sem fylgir því að nota gleraugu.

https://americanrefractivesurgerycouncil.org/for-an-emergency-response-team-glasses-can-be-hazard/