Samkomulag um lífeyrismál er í andstöðu við stefnu LSS

Á Formannafundi 8. september voru umræður um að samþykkja tillögu að samkomulag milli launþegahreyfingarinnar annars vegar og ríki og sveitarfélaga hins vegar, um breytingar á lífeyrissjóðakerfinu. LSS var eitt af fjórum félögum sem samþykktu ekki tillöguna og bókaði formaður LSS eftirfarandi: 


"Landssamband Slökkviliðs - og Sjúkraflutningamanna hefur til margra ára barist fyrir flýttum starfslokum félagsmanna sinna. Í þessu samkomulagi BHM, BSRB og Kennarasambands Íslands annars vegar og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs og Sambands íslenskra sveitarfélaga hinsvegar, um breytingar á skipan lífeyrismála opinberra starfsmanna, er gert ráð fyrir hækkun lífeyristökualdurs úr 65 árum í 67 ár. Í ljósi þingssamþykkta og stefnu LSS um flýtt starfslok félagsmanna, getur LSS ekki samþykkt þetta samkomulag."