Ályktun frá Félagi Sjúkraflutningamanna á Suðurlandi

Félag sjúkraflutningamanna á Suðurlandi lýsir yfir miklum áhyggjum með fyrirhugaðar breytingar á lífeyriskerfi opinbera starfsmanna.

Sjúkraflutningamenn hafa í áraraðir barist fyrir lækkun lífeyristökualdurs, í því samkomulagi sem nú liggur fyrir er áætlað að hækka lífeyrisaldur úr 65 árum í 67 ár.

Félag sjúkraflutningamanna á Suðurlandi lýsir yfir miklum vonbrigðum með þetta samkomulag og hefur miklar áhyggjur af auknu álagi ,sem er óhjákvæmilegt, á starfsmenn slökkviliða og sjúkraflutninga. 

Félag sjúkraflutningamanna á Suðurlandi lýsir yfir fullum stuðningi við stjórn og formann Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna (LSS) í þessu máli.


Félag sjúkraflutningamanna á Suðurlandi.