Fundur með Fjárlaganefnd

Formaður og framkvæmdastjóri fóru á fund Fjárlaganefndar í morgun ásamt fulltrúum frá Landssambandi lögreglumanna, Tollvarðafélaginu, Sjúkraliðafélaginu og Félagi hjúkrunarfræðinga. Tilgangurinn var að mótmæla frumvarpi um breytingar á lífeysirsjóðakerfinu. Meðal annars áréttaði formaður LSS þá stefnu félagsins að lækka lífeyristökualdur félagsmanna. Fundurinn var mjög góður og ástæða til að ætla að frumvarpið fari ekki óbreytt í gegn.