Staðan á vinnu við Tryggingasjóðinn

Undanfarna mánuði hefur Tryggingasjóður LSS verið að störfum. Vinnu er lokið varðandi formlega stofnun sjóðsins og eru sveitarfélögin byrjuð að greiða í hann. Varðandi tryggingaverndina sjálfa, hefur sjóðurinn kallað til sérfræðinga frá Fulltingi og eins hefur Berglind Söebech frá Reykjavíkurborg tekið þátt í vinnuni. Verkefnið er stórt og nokkuð flókið enda rétt tæplega 1000 slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn sem falla undir sjóðinn. Það er skýrt markmið sjóðsstjórnar að hámarka þá vernd sem sjóðurinn getur staðið fyrir og því mikilvægt að vanda til verka. Stefnt er á frekari kynningu á næstu vikum.

F.h. Tryggingasjóðs
Magnús Smári Smárason