Tilkynning frá Tryggingarsjóði LSS

Frá Tryggingasjóði LSS:


Vinna er í fullum gangi varðandi Tryggingasjóð. Fulltingi er fyrir hönd sjóðsins í samskiptum við tryggingafélög bæði innlend og erlend, varðandi útfærslu á tryggingaverndinni sjálfri. Stjórn sjóðsins ásamt starfsmönnum LSS eru að vinna í skipulagi sjóðsins varðandi greiðslur frá sveitarfélögunum, og að afla upplýsinga um alla þá félagsmenn sem falla undir sjóðinn. Eins og áður hefur komið fram er verkefnið nokkuð flóknara en menn gerðu sér grein fyrir í upphafi. En líkt og áður er það markmiðið að klára verkefnið vel og reyna eftir fremstu getu að leggja góðan grundvöll að bættu tryggingaumhverfi okkar félagsmanna, til frambúðar. Ljóst er að strax í næstu kjarasamningaviðræðum verða tryggingamál slökkviliðsmanna eitt af stóru málunum sem halda þarf áfram með. Þess vegna er mikilvægt að ekki sé tjaldað til einnrar nætur í upphafi heldur vandað til verka svo mögulegt sé að móta langtímastefnu í málaflokknum.
Vonandi verður hægt að skýra betur frá gangi mála fljótlega.

Fh. Tryggingasjóðs.
Magnús Smári Smárason.