Sjúkraflutningamenn í hlutastarfi hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi segja upp störfum

6 sjúkraflutningamenn í hlutastarfi hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi, hafa sagt upp störfum. Ástæðan er óánægja með kaup og kjör.
Í bókun tvö í síðustu kjarasamningaviðræðum var sannmælst um að endurskoða störf og starfsumhverfi sjúkraflutningamanna, og átti þeirri vinnu að vera lokið fyrir áramót. Sú vinna hefur tafist í ráðuneytunum og virðist það hafa fyllt mælinn.