Yfirlýsing frá stjórn og framkvæmdastjóra

Stjórn Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og Valdimar Leó Friðriksson hafa komist að samkomulagi um starfslok Valdimars fyrir LSS. Mun Valdimar láta af störfum þann 26.júní 2017.

Staða framkvæmdastjóra LSS verður auglýst innan tíðar.

Valdimar Leó hefur gengt starfi framkvæmdastjóra frá árinu 2007 og á því tímabili hafa orðið mikilvægar breytingar á kjörum og starfsumhverfi félagsmanna LSS og helgast það m.a. af ötulli vinnu Valdimars Leó fyrir hönd félagsmanna.
LSS gengur nú í gegnum ákveðin tímamót og var það því ákvörðun stjórnar að leita eftir nýjum aðila til að leiða daglegt starf LSS og byggja ofan á góðan árangur Valdimars.
Stjórn LSS vill af einlægum hug þakka Valdimar Leó fyrir gott samstarf, vel unnin störf og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.