Tilkynning frá tryggingarsjóði

Tryggingasjóður Landsambands Slökkviliðs og Sjúkraflutningamanna hefur náð samningum við VÍS um vátryggingu fyrir þá félagsmenn sem eiga aðild að gildandi kjarasamningi við Samband Íslenskra sveitarfélaga. Tryggingaverndin tók gildi frá og með 1. júní 2017. Frekari upplýsingar varðandi trygginguna munu birtast á næstu misserum sem og ítarlegri frásögn af tilurð, skipulagi og markmiðum sjóðsins.

Fh. Tryggingasjóðs

Magnús Smári Smárason.