Ánægður með nýju orlofsíbúðina

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS)
Bt :stjórnar LSS

Komið þið sæl og til hamingju með nýju íbúðina á Grandavegi.
Ég finn hjá mér þörf að hrósa þessu framtaki fyrir félagsmenn og þeirra fjölskyldur.
Íbúðin sem var leigð á þriðju hæðinni fyrir ofan ykkur var t.d. aldrei möguleiki fyrir mig og mína frú að nýta okkur vegna þrekleysis sem hún lifir með og ekki var pláss þar fyrir gesti.
Núna er komin stórglæsileg íbúð með bílageymslu, lyftu og stóru aukaherbergi, algjör snilld.
Vel staðsett, stutt í allskonar afþreyingu, nóg pláss að bjóða t.d. börnum og barnabörnum hvort sem er í mat eða og gistingu, eða vinahjónum, endalausir möguleikar.
Sýnist mér líka nýtingin vera góð, maður þarf að skipuleggja pantanir tímanlega til að fá íbúðina :)
Mér fannst þörf á að árétta hvað þessi íbúð breytir miklu fyrir okkur landsbyggðafélaga.


Bestu kveðjur.

Maggi Ársælss