Forsvarsmenn Landssambands slökkvi- og sjúkraflutningsmanna og Slysavarnafélagsins Landsbjargar áttu á dögunum fund um sameiginleg málefni félaganna

 Forsvarsmenn Landssambands slökkvi- og sjúkraflutningsmanna og Slysavarnafélagsins Landsbjargar áttu á dögunum fund um sameiginleg málefni félaganna er varða aðkomu að utanspítalaþjónustu, sjúkraflutningum, vettvangshjálp og fleiru. Félögin eru sammála um mikilvægi þess að málefni utanspítalaþjónustu, og þar með talið, sjúkraflutninga og vettvangsliða verði mörkuð skýr umgjörð með hagsmuni allra hlutaðeigandi að leiðarljósi og til að tryggja að skjólstæðingar þjónustunnar verði tryggð sem allra best þjónusta eins og völ er á hverju sinni.