Söfnunarreikningur til styrktar og eflingar utanspítalaþjónustu á Íslandi

Þurfum þjálfunarbíll strax

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna safna fyrir kennslu og þjálfunarsjúkrabíl

 

„Okkur vantar fjársterka aðila til þess að hjálpa okkur við að fjármagna kaup á kennslu- og þjálfunarsjúkrabíl, til þess að auka menntun og þjálfun starfsfólks í utanspítalaþjónustu á landinu öllu“, segir Birkir Árnason formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna LSS.

 

Heildarkostnaður við þjálfunarsjúkrabíl með fullkomnum tæknibúnaði er um það bil 30 milljónir króna, segir Birkir. Fagdeildin ákvað á sínum tíma að safna fyrir þessum sjúkrabíl sem er ætlaður til hermiþjálfunar en enn vantar tölvuvert upp að endar nái saman. Njáll segist vonast til þess að einhverjir fjársterkir aðilar vilji leggja þessu góða máli lið. 

 

Formaðurinn segir að bíllinn myndi nýtast um allt land og að með honum yrði bylting í þjálfun og endurmenntun starfsfólks í utanspítalaþjónustu.

 

„Heilbrigðiskerfið treystir í auknum mæli á utanspítalaþjónstuna og þjálfunarbíll yrði bylting í þjálfun og menntun allra sem koma að sjúkraflutningum, bæði vettvangsliða, sjúkraflutningamanna og bráðatækna. Í dag er enginn þjálfunarbíll til í landinu“ segir Birkir

 

Birkir segir að  utanspítalaþjónustan byggist upp á þremur stigum. Vettvangsliðar eru fyrstir í keðjunni en þeir eiga að baki 40 klukkustunda skyndihjálparnámskeið og starfa ólaunað. Þennan hóp þurfi að efla alls staðar á landinu. Númer tvö eru sjúkraflutningamenn sem eiga að baki eins árs nám í faginu og loks eru það bráðatæknar  sem eiga að baki háskólanám erlendis og geta gert flest inngrip utan sjúkrahús sem geta komið upp.

 

„Meðferð á fyrstu mínútum og klukkustundum eftir slys og við bráð veikindi getur skipt sköpum. Ekkert er því brýnna en að bæta menntun sjúkraflutningamanna og tryggja að þeir starfi á landinu öllu þannig að engir staðir þurfi að treysta eingöngu á vettvangsliða sem nokkra vikna nám að baki. Vettvangsliðar eru mikilvægir stuðningur við sjúkraflutningamennina en koma aldrei í staðinn fyrir þá“ segir Birkir, sem vonast til þess að sjá kennslu- og þjálfunarsjúkrabílinn verða að raunveruleika sem allra fyrst.

 

Á dögunum barst Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) rausnarleg gjöf frá Marel. LSS hefur staðið undanfarin tvö ár staðið fyrir söfnun vegna sérstaks kennslu- og þjálfunarsjúkrabíls eða „simbulance“. Marel hefur lagt söfnuninni lið og var þessi mynd tekin í tilefni þess. Á myndinni eru Hermann Sigurðsson framkvæmdastjóri LSS og Björgheiður Albertsdóttir markaðsérfræðingur Marel ásamt nokkrum slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum.

 

Nánari upplýsingar um söfnunina á finna í viðhengi.

söfnunarreikningur utanspítalaþjónusta.pdf

 

LSS