Verðlaun afhent vegna eldvarnagetraunar Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna á 112 deginum

Á 112 deginum afhenti Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna verðlaun sem dregnir voru í Eldvarnagetraun LSS. Eldavarnavika LSS er hvert ár í aðdraganda jóla og var haldinn  22 – 29. nóvember sl. 

 Í þessu átaki var gerð könnun um eldvarnir í samstarfi við Eldvarnabandalagið. Slökkviliðsmenn heimsóttu alla 3.bekki landsins og kynntu þeim fyrir sögupersónunum Loga og Glóð. Þeirra hlutverk er að koma í veg fyrir bruna og tjón því tengdu og eru að berjast við Brennu varg í þeim efnum. Þá var farið yfir helstu eldvarnir heimilisins í þessum kynningum og það má segja það með sönnu að börnin séu besta forvörnin þegar kemur að því að efla brunavarnir á heimilum. í þessum heimsóknum gefst börnunum tækifæri á að taka þátt í eldvarnargetraun LSS og eru verðlaunin afhent á 112 deginum um land allt. Hjálagt má finna myndir af verðlaunaafhendingunni á 112 deginum Í Skógarhlíð þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra afhenti verðlaunin.

LSS

 

LSS

LSS