Bráðadagurinn 2019 - þverfagleg ráðstefna

Komið þið sæl

Við minnum á Bráðadaginn, þverfaglega ráðstefnu flæðisviðs og Rannsóknarstofu LSH og HÍ í bráðafræðum, sem fer fram 1. mars 2019 á á Hilton Reykjavík Nordica.

Yfirskrift dagsins er Flæði bráðveikra - sjúklingar, starfsfólk og starfsumhverfi. Dagskrá ráðstefnunnar hefst kl. 8:30 og lýkur kl. 15:15.

Í ár var kallað sérstaklega eftir tillögum að málstofum sem tengdust yfirskriftinni og þykir undirbúningsnefnd hafa vel tekist til við að setja fram góða og spennandi dagskrá byggða á málstofum, gæða-, vísindaerindum og veggspjöldum.

Allar nánari upplýsingar eru á heimasíðunni þar sem stöðugt uppfærast upplýsingar um frummælendur og dagskrá. Þar er einnig hægt að skrá þátttöku til 27. febrúar á rafrænu formi: https://www.landspitali.is/fagfolk/radstefnur/bradadagurinn/

Ráðstefnugjald að meðtöldum veitingum er 8.000 kr.

Við hvetjum ykkur til að vekja athygli samstarfsfólks ykkar á Bráðadeginum og vonumst til að sjá ykkur sem flest.

Með kveðju,
Dagný Halla Tómasdóttir
Skrifstofustjóri flæðisviði LSH
Skrifstofa 13 C - Fossvogi
Sími: 543 8215 / 861 6269
netfang: dagnyht@landspitali.is