Endurgerð námsefnis Brunamálaskólans - Óskað eftir hæfu fólki í sérverkefni

 

Landsamband slökkviliðs -og sjúkraflutningamanna(LSS) hefur gert samning við Mannvirkjastofnun(MVS) um gerð fyrirlestra og námsefnis til stuðnings námsbókar Brunamálaskólans. Um er að ræða fyrirlestra úr öllum köflum bókarinnar ásamt upptökum á myndböndum og ljósmyndum.

 

Ekki er um að ræða gerð “nýs” efnis heldur er markmiðið að nýta efni bókarinnar en í þeim köflum þar sem efni er annaðhvort úrelt eða skortur er á fræðslu um ákveðna þætti þarf að vinna nýtt efni þar í samstarfi við MVS.

 

LSS hefur ákveðið að leita til félagsmanna og slökkviliða  varðandi þetta verkefni og óskum við því eftir áhugasömum einstaklingum og slökkviliðum  til að taka að sér gerð efnis en LSS og MVS munu í sameiningu ákveða hverjir fá svo verkefnin. Greiðslur vegna verkefnisins fara eftir umfangi kafla í verktöku.

 

Hafir þú áhuga á að taka þátt eða vilt fá frekari upplýsingar endilega sendu póst á lsos@lsos.is með upplýsingum um menntun þína starfsreynslu og hvað eina annað sem þú telur mikilvægt að komi fram ásamt óskum um kafla úr bók Brunamálaskólans. Ef um slökkvilið sé að ræða senda þarf inn upplýsingar um einstaklinga eða hóp sem myndi taka verkefnið að sér hvaða hæfni viðkomandi hafa ásamt óskum um kafla úr bók Brunamálaskólans. Umsóknarfrestur er til og með  25. mars nk. Nánari upplýsingar um verkefnið mun birtast á heimasíðu LSS.

 

Meðfylgjandi er yfirlit með útfærslu á hverjum kafla fyrir sig.

 

Yfirlit og útfærsla kafla 11032019.pdf

 

Fh.LSS

Magnús Smári Smárason

Formaður.