Útskrift Sjúkraflutningaskólans 2019

                         

Útskrift Sjúkraflutningaskólans var haldin í Háskólanum á Akureyri laugardaginn 1. júní kl. 11:00.  Útskrifaðir voru 147 nemendur

Af þessum 147 nemendum útskrifuðust 66 með grunnréttindi sem sjúkraflutningamenn (EMT) að loknu 271 klst grunnnámskeiði.

19 nemendur luku 380 klst. framhaldsnámskeiði í sjúkraflutningum (EMT-Advanced).

62 luku 40 klst námi sem Vettvangsliðar (First Responders).

Vettvangsliðanám er ætlað þeim einstaklingum sem eru líklegir til að verða fyrstir á vettvang slysa, s.s lögreglu, slökkviliðs- eða björgunarsveitarmenn og almenningur þar sem langt er í aðrar bjargir. Námskeiðið er byggt á viðurkenndum bandarískum staðli og staðfært að íslenskum aðstæðum og inniheldur bæði bóklega og verklega kennslu.

 Á árinu 2018 voru haldin 46 námskeið og var heildarfjöldi þátttakenda 469.

Það sem af er árinu 2019 hafa verið haldin 29 námskeið með samtals 278 þátttakendum.

 Markmið Sjúkraflutningaskólans er að mennta einstaklinga til starfa við sjúkraflutninga og hafa umsjón með framhalds- og símenntun fyrir sjúkraflutningamenn og aðra sem tengjast sjúkraflutningum og utanspítalaþjónustu. Við kólann starfar einn skólastjóri. Auk hans starfa við skólann fjöldi leiðbeinenda sem verktakar sem eru m.a. sjúkraflutningamenn, hjúkrunarfræðingar, ljósmæður og læknar.

 Sjúkraflutningaskólinn er rekinn sem sjálfbær eining innan Sjúkrahússins á Akureyri (SAk) og ber framkvæmdastjórn SAk ábyrgð á daglegum rekstri skólans. Ennfremur er starfandi fagráð Sjúkraflutningaskólans en í því sitja fulltrúar frá SAk, Velferðarráðuneyti, Háskólanum á Akureyri og Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna.

 

Ingimar Eydal
Skólastjóri Sjúkraflutningaskólans
www.ems.is
ems@ems.is

 

LSS

LSS