Félagsmenn LSS hjá ISAVA munu fá 105 þúsund króna eingreiðslu.

Félagsmenn LSS hjá ISAVA munu fá 105 þúsund króna eingreiðslu.

Kæru félagsmenn,

Samkomulag hefur náðst við Samtök atvinnulífsins og ISAVIA um framhald kjaraviðræðna. Eins og í samkomulagi sem gert var við ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga er kveðið á um að launagreiðendur greiði félagsmönnum aðildarfélaga BSRB 105 þúsund króna innágreiðslu þann 1. ágúst næstkomandi.

Greiðslan er til komin vegna tafa sem orðið hafa á gerð kjarasamninga. Í nýjum viðræðuáætlunum kemur fram að stefnt sé að því að ljúka nýjum kjarasamningin fyrir 15. september, en samningur LSS og ISAVIA hefur verið laus frá byrjun apríl.

Í endurskoðaðri viðræðuáætlun við ISAVIA kemur fram að á milli aðila ríki friðarskylda. Aðilar eru sammála um að sá tími sem áætlaður var til viðræðna um endurnýjun kjarasamningsins hafi verið vanmetinn. Aðilar eru ásáttir um greidd verði innágreiðsla inn á nýjan samning, 105 þúsund krónur af hverjum fastráðnum starfsmanni miðað við fullt starf. Upphæðin greiðist hlutfallslega miðað við starfstíma og starfshlutfall á tímabilinu frá og með 1. apríl 2019 til og með 31. ágúst 2019. Greiðslan kemur til útborgunar 1. ágúst næstkomandi. Um er að ræða svipað samkomulag og er í endurskoðuðum áætlunum vegna samninga við Samband íslenskra sveitarfélaga og ríkisins.

Þar er einnig kveðið á um friðarskyldu til 15. september og að stutt hlé verði gert á viðræðum í júlí enda hefur reynslan sýnt að lítið hefur gengið í kjaraviðræðum yfir hásumarið.

Kveðja

Samninganefnd LSS