Breyting í stjórn LSS.

Kæru fulltrúar og félagsmenn LSS

 

Kristinn Guðbrandsson, ritari LSS, hefur sagt sig úr stjórn félagsins vegna persónulegra ástæðna.

 

Þetta þýðir að Anton B. Carrasco tekur sæti í stjórn sem meðstjórnandi og með þessari breytingu hafa báðir varamenn LSS tekið sæti í stjórn félagsins. Á næsta stjórnarfundi þann 4. september  mun stjórn skoða skiptingu á verkefnum á meðal stjórnarmanna.

 

Við þökkum Kristni fyrir vel unnin störf fyrir hönd félagsins og óskum honum velfarnaðar í sínum verkefnum. Stjórn býður  Anton B. Carrasco velkominn í stjórn sem fullgildur stjórnarmeðlimur og hlakkar til samstarfsins.