Úrslit í golfmóti LSS

Mótið fór fram í ágætis veðri, það var smá Leiru logn en ekkert til þess að hafa áhrif á spilamennskuna.

Allir voru ræstir út kl. 12:00 og voru flest hollin komin inn í hús kl. 16:00 sem er góður tími fyrir 18 holur.

Maturinn var framreiddur af Issa og var boðið upp á “Fish & Chips” sem er af mörgum talið það besta í landinu enda hráefnið alltaf ferskt, en það er fengið frá Þorbirni hf. í Grindavík.

Kristján Björgvinsson sá um skipulagningu mótsins. Mörg fyrirtæki gáfu verðlaun í mótið og eiga þau þakkir fyrir.

Á næsta ári (2020) verður golfmót LSOS haldið á Jaðarsvelli á Akureyri 4.júlí.

Þetta verður frábært – takið þessa helgi frá strax!


Kristján Björgvinsson
Öryggisstjóri

Úrslit í golfmóti LSOS.docx

LSS