Þingmenn heimsækja LSS

Þingmenn heimsækja LSS

Þann 4 október sl. komu þingmenn úr flestum þingflokkum komu til fundar við Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna,  í bílageymslu stjórnstöðvar slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins í Skógarhlíð, og kynntu sér starfsemi félagsins. Þegar þingmenn mættu tók á móti þeim bálköstur til undirstrika eiturefnin sem koma frá olíueldi og hversu mörg krabbameinsvaldandi efni sé í slíkum bruna. Þingmenn gátu skoðað tæki og tól fyrir fundinn og spjallað við slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn og þeirra störf. Í  lok fundar gafst þeim tækifæri á að taka þátt í reykköfun.

Stjórnarmenn LSS voru með kynningar og umræður um þau málefni sem Landssambandið hefur verið sinna að undanförnu. Magnús Smári Smárason, formaður LSS fór yfir  komandi kjarasamninga, starfslok, lífeyrisréttindi og önnur kjaramál, aðbúnað og öryggismál.  Bjarni Ingimarsson, formaður krabbameinsnefndar LSS, fór yfir tíðni og stöðu krabbameinsmála á meðal slökkviliðsmanna. Birkir Árnason, formaður fagdeildar sjúkraflutningamanna fór málefni sjúkraflutninga og miðstöðvar bráðaþjónustu utan spítala, aukinnar menntun innan stéttarinnar og kaup á nýjum sjúkrabílum. LSS fagnar stefnumótunarvinnu heilbrigðisráðuneytisins um sjúkraflutninga til 2030 og  vonast til að öll þessi sjónarmið rúmist þar inni. Einnig var samþykkt þingsályktunartillaga frá velferðarnefnd Alþingis í vetur sem aðstoðar við að ramma inn þennan málaflokk.  Steinþór Darri Þorsteinsson fór yfir málefni slökkviliðsmanna og þá óvissu sem fylgir því málaflokkurinn færðist á milli ráðuneyta um síðustu áramót og að eftirlitsaðilinn með málaflokknum sameinast Íbúðalánasjóði um næstu áramót. Endurskipuleggja þarf nám Brunamálaskólann og tengja hann og Sjúkraflutningaskólann við menntakerfið og fá það metið til eininga.

 

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna þakkar þingmönnum fyrir þátttöku á fundinum og vonast til að þeir geti þá tekið upplýstari ákvörðun um málaflokkinn en fyrir fund.

 

Hér má finna þakkarbréf til þingmanna og kynninguna af fundinum.

Þakkarbréf_þingmenn_30102019.pdf

Kynning_þingmenn_04102019.pdf

 LSS

 

LSS

LSS