Rýmingaræfing hjá RÚV - Eldvarnaátak

Rýmingaræfing fór fram hjá RÚV  mánudaginn 25.nóvember sl.  Allt húsið var rýmt og tókst æfingin mjög vel.  Andra Frey Viðarssyni var bjargað með körfubíl af 4.hæð hússins og var hann með hljóðbúnað á sér allan tímann sem hann spilaði síðan í þætti sínum.  Sýnikennsla fór fram í notkun slökkvitækja  fyrir starfsfólk.  Einnig var boðið upp á æfingu í að slökkva eld með slökkvitækjum og eldvarnateppi. Bæklingurinn um eldvarnir heimilanna var afhent öllu starfsfólki hússins.

Hér má hlusta á innslag Andra Freys (byrjar á 28 mín):  https://www.ruv.is/utvarp/spila/siddegisutvarpid/23825?ep=7h2hm9