Atkvæðagreiðsla um verkföll LSS 2020 - tilkynning

Atkvæðagreiðsla um verkföll LSS 2020.

 

Kæru félagsmenn.

Eins og margir ykkar hafa tekið eftir í fjölmiðlum hafa aðildarfélög BSRB boðað til atkvæðagreiðslu um verkföll og munu slökkviliðs og sjúkraflutningamenn hjá LSS með kjarasamning við ríki eða sveitarfélög ásamt eldvarnareftirlitsmönnum ganga til atkvæða um verkföll á næstu dögum.

Í þessum pósti ætla ég að reyna upplýsa ykkur um stöðu mála og hvers vegna sú staða er kominn upp að við göngum nú til atkvæða um verkföll.

23.nóvember 2018 var stór fundur í kjararáði LSS og lagður var grunnur að kröfugerð LSS í komandi kjarasamningaviðræðum. 8.apríl 2019 skilaði LSS inn kröfugerð ásamt fylgigögnum til samninganefnd sveitarfélaga og þann 26.apríl til ríkis. 

Í kjölfarið voru haldnir fundir með viðsemjendum þar sem farið var yfir kröfugerðir og viðræðum síðan frestað þar til BSRB sem hefur samningsumboð um ákveðna kafla kjarasamnings myndi ljúka samningum. 

Á þessum tíma hefur LSS komið áherslum sínum á framfæri til samninganefndar BSRB og fundað með aðilum hennar varðandi einstök málefni sem snúa að hagsmunum okkar félagsmanna. Með því móti reynum við að tryggja að þau atriði sem falla undir sameiginlega kafla kjarasamnings passi við kröfugerð LSS. 

Þolinmæði samninganganefndar BSRB er nú á þrotum sem og aðildarfélaga sem bíða enn eftir að komast að samningaborðinu með sýn sértæku málefni. 

Verkföll eru neyðaraðgerðir en með þeim er ætlað að skapa þrýsting á viðsemjendur til að setjast að samningaborðinu og klára samninga svo þetta langvarandi óvissuástand um stöðu kjaramála endi sem allra fyrst.

Atkvæðagreiðsla um verkföll hjá LSS 2020  18-21.febrúar

Í þessu bréfi eru upplýsingar um tilhögun verkfalla sem gengið verður til atkvæðagreiðslu um hjá félagsmönnum LSS hjá eftirtöldum stofnunum.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið Akureyrar

Slökkvilið Ísafjarðarbæjar

Brunavarnir Suðurnesja

Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Slökkvilið Fjarðarbyggðar

Brunavarnir Skagafjarðar

Vegna sérstöðu vaktavinnuhópa LSS er það mat kjararáðs að sá tími sem BSRB lagði til atkvæðagreiðslu dugi ekki til að ná til nægilegs fjölda félagsmanna og verður því atkvæðagreiðslan frá kl 12:00 18.febrúar til kl 12:00 21.febrúar. 

Atkvæðagreiðslunni er skipt í tvennt annarsvegar um aðgerðir gagnvart ríki og hinsvegar sveitarfélögum. 

Tilhögun tímabundinna vinnustöðvana er uppsett með það að markmiði að áhrifa af þeim muni gæta en um leið hafa sem minnstu neikvæðu áhrif á félagsmenn LSS. 

Um tímabundna vinnustöðvun

Vinnustöðvunin tekur til félagsmanna LSS sem eru slökkviliðs og eða sjúkraflutningamenn hjá ríki eða sveitarfélögum í aðalstarfi.

Þeir dagar sem um ræðir eru.

Þriðjudagurinn. 10. mars  10:00-15:00

Miðvikudagurinn. 18. mars 10:00-15:00

Fimmtudagurinn. 26. mars 10:00-18:00

Miðvikudagurinn.1.apríll 10:00-18:00

LSS er ekki með sérstakan verkfallsjóð en félagsmenn sem verða fyrir launatapi vegna verkfallsaðgerða á þessum dögum eiga rétt á bótum úr félagssjóði LSS.

Vegna 10. og 18. mars 10.000.kr.

Vegna 26.mars og 1.apríl 20.000.kr.

Félagsmaður sem á rétt á bótum vegna launamissis sökum tímabundinnar vinnustöðvunar hefur samband við skrifstofu á lsos@lsos.is

Um alsherjarverkfall frá 15.apríl.

Alsherjarverkfall aðildarfélaga BSRB tekur til allra slökkviliðs og sjúkraflutningamanna ásamt eldvarnar eftirlitsmönnum sem eru  félagsmenn LSS og falla undir kjarasamninga félagsins við ríki eða sveitarfélög.

Ekki verða greiddar bætur vegna launataps í allsherjarverkfalli. 

Akureyri 17.2.20 

Magnús Smári Smárason

Formaður LSS