Takmarkað aðgengi skrifstofu LSS næstu sex vikur

Kæru félagsmenn,

 

Í kjölfar samkomubanns mun skrifstofa LSS takmarka aðgengi að skrifstofu og félagsmiðstöð félagsmanna næstu sex vikurnar. Er það gert í varúðarskyni til að koma í veg fyrir krosssmit á milli starfsstöðva.

 

Styrktarsjóður / Starfsmenntunarsjóður /Orlofssjóður

Lokað verður fyrir afgreiðslu sjóða á skrifstofu til 13. apríl en afgreiðsla verður áfram opin í gegnum netið. Það þýðir að ekki verður tekið á móti gögnum fyrir sjóði félagsins nema í gegnum tölvupóst,  lsos@lsos.is  

Nánari upplýsingar og leiðbeiningar  um sjóði félagsins veitum við í gegnum síma eða tölvupóst. Á skrifstofutíma er hægt að hringja í síma 562 2962 eða í Guðrúnu Hilmarsdóttur, skrifstofustjóra, í síma 863-4774.

 

Kjaramál

Varðandi úrvinnslu kjaramála eru félagsmenn beðnir um að senda tölvupóst eða hringja í Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóra, síma 5622963 eða 6933836. Vegna þeirra mála sem þurfa nánari skoðun þá eru bókaðir fundartímar.

Samninganefndir munu nota húsakynnin til fundahalda á tímabilinu þar sem ríkissáttasemjari, ríkið og Samband íslenskra sveitarfélaga hafa nánast lokað sínum húsakynnum. Munu því samninganefndafundir fara að mestu fram í gegnum fjarfundabúnað.

 

Mest mun mæða á ykkur á komandi dögum og vikum og sendir því stjórn og starfsmenn kveðjur til ykkar í baráttunni við Covid19.

 

Gangi ykkur vel.