Fréttatilkynning - Kjarasamningur LSS og ISAVIA undirritaður

Kæru félagsmenn, 

Reykjavík, 16. Mars 2020

 

Kjarasamningur LSS og ISAVIA var kláraður í dag. Undirritun var gerð á hverri starfsstöð fyrir sig vegna samkomubanns og Covid veirunnar. Samningar voru gott sem klárir í lok janúar fyrir utan ágreining um félagsaðild sem hvorugur aðilinn var reiðubúinn til að gefa eftir. Félagsmenn voru reiðubúnir að fara í verkfall til að fá leiðréttingu  á þessu ákvæði en vegna breytinga í samfélaginu dróg samninganefnd LSS í land og taldi ekki forsvaranlegt að fara í verkfall við svona aðstæður. Þessi slagur verður því tekinn síðar.

Samningar munu fara í kynningu og atkvæðagreiðslu í vikunni og vonumst við til að félagsmenn okkar uni sáttir við sitt. Samninganefnd vonar að félagsmenn skilji afstöðu samninganefndar við þessar aðstæður varðandi 18. grein kjarasamnings um gildissvið hans og takmörkun á félagafrelsi þeirra sem sinna slökkvi- og björgunarþjónustu ISAVIA, sem við köllum í daglegu tali flugvallarslökkviliðsmenn. Biðlað verður til ráðherra um að laga regluverkið í kringum þá sem sinna slökkvi- og björgunarþjónstu á flugvöllum.

  

Kveðja

Hermann Sigurðsson

Framkvæmdastjóri