Kjarasamningur LSS og ISAVIA samþykktur.

Nýr kjarasamningur LSS og ISAVIA ohf. og Samtaka atvinnulífsins var samþykktur í dag.

Já sögðu 96,3%

Nei sögðu 0%

Tóku ekki afstöðu voru 3,7%

Kjörsókn var 100% og telst því kjarasamningur samþykktur með 96,3% atkvæða.

Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu dró LSS kröfu sína um gildissvið kjarasamnings og félagafrelsi þeirra sem sinna slökkvi- og björgunarþjónustu hjá ISAVIA  til baka en munu taka það fyrir í næstu kjarasamningum.

Þetta var fyrsti kjarasamningurinn sem kvittað var undir rafrænt skv. upplýsingum frá ríkissáttasemjara