Kynning á kjarasamningi LSS og SNS 2020-2023

Kynning kjarasamnings Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna við Samband íslenskra sveitarfélaga

 

Reykjavík, 27. mars 2020

Kæru félagsmenn.

Vegna Covid – 19 veirunnar verður kynning á kjarasamningi LSS og SNS og kosning um hann ekki með sama hætti áður: Fyrirkomulag kynninga og kosninga verða með eftirfarandi hætti:

1. Kynning á innihaldi kjarasamnings. Það verða ekki haldnir deildarfundir  heldur er kynningarmyndband frá LSS  hér fyrir neðan. Varðandi sameiginleg mál sem BSRB samdi um fyrir hönd sinna aðildarfélaga má finna kynningarefni um þau mál hér fyrir neðan.

2. Spurningar og svör. Fulltrúar deilda verða með fyrirspurnatíma í gegnum fjarfundabúnað og síma. Einnig verður opið fyrir símatíma á skrifstofu LSS á meðan kosningu stendur yfir, s. 562 2962.

3. Atkvæðagreiðsla. Atkvæðagreiðsla verður rafræn og munu félagsmenn fá sendan tölvupóst með nánari leiðbeiningum. Opnað verður fyrir rafræna kosningu mánudaginn 30. mars kl. 11 og mun henni ljúka mánudaginn 6. apríl kl. 14.  Hér má finna leiðbeiningar: LSS - rafræn kosning - leiðbeiningar.docx

 

Hér má finna eftirfarandi gögn:

  1. Kynning á kjarasamningi LSS.