Kynning á kjarasamningi LSS og SNR 2019-2022

Reykjavík, 4.apríl 2020

Kæru félagsmenn.

Vegna Covid – 19 veirunnar verður kynning á kjarasamningi LSS og SNR og kosning um hann ekki með sama hætti áður. Eingöngu er kosið um kjarasamning SNR og LSS um sjúkraflutningamenn í aðalstarfi.  Samkomulag um hlutastarfandi sjúkraflutningamenn er hluti af samningi þessum og munu launatöflur og afturvirkni launa ná til þess hóps. Samkomulagið er hins vegar tímalaust og hægt er að kalla eftir endurskoðun á því samkomulagi þegar aðilar telja þörf á því. Aðilar þurfa að vera skilgreindir í 20% starfshlutfall eða meira til að geta kosið um samninginn.

 

Fyrirkomulag kynninga og kosninga verða með eftirfarandi hætti:

  1. Kynning á innihaldi kjarasamnings. Hér fyrir neðan má finna  glærukynningu um kjarasamning LSS og SNR, undirritað samkomulag á milli LSS og SNR um kjarasamning á milli aðila. Varðandi sameiginleg mál sem BSRB samdi um fyrir hönd sinna aðildarfélaga má finna kynningarefni um þau mál hér fyrir neðan.
  2. Spurningar og svör. Fulltrúar deilda verða með fyrirspurnatíma í gegnum fjarfundabúnað og síma. Haldinn verður deildarfundur hjá stærsta rekstraraðilanum í gegnum fjarfundabúnað. Opið verður fyrir fyrirspurnartíma fyrir og eftir páska frá kl. 09-16. Sími 693 3836 eða 562 2962.
  3. Atkvæðagreiðsla. Atkvæðagreiðsla verður rafræn og munu félagsmenn fá sendan tölvupóst með nánari leiðbeiningum. Opnað verður fyrir rafræna kosningu mánudaginn 6. apríl kl. 11 og mun henni ljúka   fimmtudaginn 16. apríl kl. 14. 
  4. Leiðbeiningar um rafræna kosningu  má finna hér: LSS - rafræn kosning - leiðbeiningar LSS og SNR.pdf

 

Hér má finna eftirfarandi gögn:

  1. Kynning á kjarasamningi LSS og SNR

 

Virðingarfyllst,

Hermann Sigurðsson, framkvæmdastjóri.

Guðrún Hilmarsdóttir, skrifstofustjóri.