Samninganefnd stjórnenda slökkviliða

Stjórn LSS hefur skipað  sérstaka samningsnefnd fyrir stjórnendur slökkviliða og staðgengla þeirra með mannaforráð. Samninganefndin hefur tekið til starfa og er fyrirhugað að hefja samningaviðræður við Samband íslenskra sveitarfélaga í næstu viku.

 

Hlutverk samninganefndar er að vinna skv. bókun 10 í kjarasamningi LSS og SNS sem undirritaður var apríl 2020:  

,, BÓKUN 10 [2020]

Stjórnendur slökkviliða Samningsaðilar eru sammála um að LSS undirbúi tillögur að sérstökum kjarasamningi fyrir slökkviliðsstjóra, varaslökkviliðsstjóra og deildarstjórar sem aðilar munu ræða til niðurstöðu fyrir 1. september 2021.“

 

Hlutverk þessarar  samninganefndar er að semja um kjör slökkviliðsstjóra, varaslökkviliðsstjóra og staðgengla þeirra sem eru með mannaforráð. Hópurinn er samsettur af mismunandi stjórnendum til að tryggja að öll sjónarmið skili sér í kröfugerð LSS.

 

Þeir sem skipa samninganefndina eru:

Magnús Smári Smárason, formaður

Ólafur Stefánsson, formaður fagdeildar stjórnenda og formaður viðræðunefndar

Haukur Grönli, varaslökkviliðsstjóri

Brynjar Þór Friðriksson, deildarstjóri

Vernharð Guðnason, deildarstjóri

Bjarni Höskuldsson, slökkviliðsstjóri

Haraldur Geir Eðvaldsson, slökkviliðsstjóri

Jón Friðrik Jóhannsson, fulltrúi ellilifeyrisþega

 

Starfsmaður nefndarinnar er framkvæmdastjóri LSS.