Upptökur af kynningafundum um innleiðingu styttingu vinnuvikunnar.

Kæru félagar

 

Upptökur af kynningarfundum sem BSRB stóð fyrir um innleiðingu styttingu vinnuvikunna hafa nú verið gerðar aðgengilegar. Endilega dreifið boðskapnum sem víðast svo þeir sem ekki komust á einhvern af fundunum geti horft. Við þurfum öll að gera allt sem í okkar valdi stendur til að styrkja okkar fólk í því ferli sem nú ætti að vera hafið á flestum vinnustöðum.

 

Upptökurnar má finna á vef BSRB ásamt kynningarmyndböndum og glærum sem notaðar voru á fundunum.

 

Bein slóð á síðu með öllu þessu efni er hér: https://www.bsrb.is/is/skodun/malefnin/stytting-vinnuvikunnar/fraedslumyndbond-um-styttingu-vinnuvikunnar