Kynningarfundur um styttingu vinnuvikunnar - linkar

Kæri félagsmaður LSS,

Í kjölfarið af síðustu kjarasamningum var samið um styttingu vinnuvikunnar fyrir félagsmenn LSS. Um áramótin tóku ákvæði um styttingu vinnuvikunnar fyrir dagvinnufólk gildi og þann 1. maí munu vaktavinnufólk fá uppsafnaðar 13 mínútur fyrir hverja unna vakt þar til innleiðing um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki tekur gildi. Stefnt er að því að innleiðing á styttingu vinnuvikunnar fyrir vaktavinnufólk verði 1. maí 2022.

Til þess að sú útfærsla heppnist vel þurfa rekstraraðilar að fylla upp í mönnunargap sem myndast og því þarf vinna við styttingu vinnuvikunnar hefjast  fljótlega.  Vonast er til að stóra myndin á milli aðila verði klár á vormánuðum.  Þannig gefst rekstraraðilum tækifæri til að ráða inn fleiri starfsmenn og þjálfa áður en stytting vinnuvikunnar verður að fullu innleidd.

LSS boðar því hér með til opins rafræns félagsfundar þriðjudaginn 16. mars og  miðvikudaginn 17. mars kl. 13:00 þar sem Bára Hildur Jóhannsdóttir og Aldís Magnúsdóttir, verkefnastjórar innleiðingar styttingu vinnuvikunnar, ásamt formönnum félagsins fara yfir markmið og verkefni í tengslum við þetta verkefni og svara fyrirspurnum félagsmanna.

Áhugasamir félagsmenn geta valið hvorn fundinn þeir sækja og þurfa að smella á linkina hér fyrir neðan:

  1. Þriðjudagurinn 16. mars kl. 13:

 

Microsoft Teams meeting

Join on your computer or mobile app

Click here to join the meeting

Learn more | Meeting options

 

 

  1. Miðvikudagurinn 17. mars kl 13:

Microsoft Teams meeting

Join on your computer or mobile app

Click here to join the meeting

Learn more | Meeting options

Kveðja

 

Magnús Smári Smárason

Formaður

Bjarni Ingimarsson

Varaformaður