Félagsfundir LSS vegna styttingu vinnuvikunnar

Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna boðaði til félagsfundar 16. og 17. mars vegna innleiðingar á styttingu vinnuvikunnar.  Í kjölfarið af síðustu kjarasamningum var samið um styttingu vinnuvikunnar fyrir félagsmenn LSS. Um áramótin tóku ákvæði um styttingu vinnuvikunnar fyrir dagvinnufólk gildi og þann 1. maí munu vaktavinnufólk fá uppsafnaðar 13 mínútur fyrir hverja unna vakt þar til innleiðing um styttingu vinnuvikunnar hjá vaktavinnufólki tekur gildi. Stefnt er að því að innleiðing á styttingu vinnuvikunnar fyrir vaktavinnufólk verði 1. maí 2022. Um var að ræða upphafsfund á meðal félagsmanna í tengslum við styttingu vinnuvikunnar og er sá liður sá fyrsti af fjórum skrefum innleiðingarferilsins.

 

Til þess að innleiðingin heppnist vel þurfa rekstraraðilar að fylla upp í mönnunargap sem myndast og því þarf vinna við styttingu vinnuvikunnar hefjast  fljótlega.  Vonast er til að stóra myndin á milli aðila verði klár á vormánuðum.  Þannig gefst rekstraraðilum tækifæri til að ráða inn fleiri starfsmenn og þjálfa áður en stytting vinnuvikunnar verður að fullu innleidd.

 

Magnús Smári Smárason, formaður LSS, setti fundina og Bjarni Ingimarsson, varaformaður LSS, stýrði þeim.  Bára Hilmarsdóttir ,verkefnastjóri innleiðingar styttingu vinnuvikunnar, fór yfir markmið vinnunnar, foresendur, ferlið sjálft og hvað er fram undan hjá félagsmönnum LSS og vinnuveitendum (sjá kynningu LSOS 16. mars. 2021). Að lokum sátu þessir aðilar fyrir svörum og má sjá helstu spurningar og svör í fundargerðum. Um 120 aðilar sóttu fundina og forsvarsmenn LSS koma á fram þakklæti til félagsmanna að sýna þessu verkefni áhuga. Því fleiri sem kynna sér málið því auðveldari verður vinnan.

 

Hægt er að finna frekari gögn inn á www.betrivinnutimi.is

 

Hér má finna eftirfarandi gögn.

 

  1. Kynningu frá fundunum
  2. Fundargerðir félagsfundana frá 16. mars og 17. mars
  3. Rannsóknir um betri vinnutíma í vaktavinnu 2021
  4. Starfsánægjukönnun um afstöðu til mismunandi vaktkerfa

 

 

Hér eru niðurstöður rannsókna:

Rannsókn ber saman sjúkraflutninga og aðra heilbrigðishópa (2021)

https://www.nature.com/articles/s41598-020-79093-5

 

Rannsókn þar sem um er að ræða samantekt á fjölda rannsókna (2016)

https://pubmed.ncbi.nlm.nih.gov/27045561/

 

Rannsókn þar sem horft er á margar rannsóknir og áhrif vaktavinnu á ýmsar starfsstéttir (2014)

https://emj.bmj.com/content/31/3/242

 

Rannsókn um sjúkraflutningamenn í Ástralíu (2020)

https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S2352721819302645

 

Rannsókn um áhrifaþætti í vaktavinnu og hættu á mistökum – geislafræðingar (2020)

https://www.sciencedirect.com/science/article/pii/S107881741930272X

 

Frétt um hluta þeirra rannsókna sem betri vinnutími í vaktavinnu byggir á

https://betrivinnutimi.is/frettir/frett/2020/12/21/Betri-vinnutimi-i-vaktavinnu-byggir-a-rannsoknum/

Baráttukveðjur,

Stjórn og starfsmenn LSS