Orlofshús vegna COVID-19 faraldursins

Vegna aukinna smita covid19 veikinnar hafa sóttvarnarlæknisembættið og stjórnvöld beðið almenning um að vera ekki á ferð milli landshluta á næstu þremur vikum.  Hver og einn félagsmaður LSS ber ábyrgð á því hvort sleppt sé að fara í bókað orlofshús, LSS mun endurgreiða félagsmönnum leigugjaldið eða mynda inneign kjósi félagsmaður að nýta ekki bókað hús.

Ef þú vilt skila inn bókuðu orlofshúsi sendu þá póst á lsos@lsos.is og óskaðu eftir að hætta við.  Koma þarf fram kennitala leigutaka ásamt reikningsupplýsingum.

LSS vill ítreka að ekki er í boði að leigja orlofshús vegna sóttkvíar.