Neyðarverðir samþykkja kjarasamninga

Neyðarverðir samþykkja kjarasamninga

 

 

Reykjavík, 5. október 2021

Í dag samþykktu neyðarverðir annars vegar sérkjarasamning VR og SA vegna Neyðarlínunnar ohf. þar sem VR fer með samningsumboð við SA og hins vegar fyrirtækjasamning neyðarvarða og Neyðarlínunnar. Starfsmenn neyðarlínunnar óháð stéttarfélagsaðild kusu um þann síðarnefnda og gildir hann fyrir starfið neyðarverðir. Fulltrúi LSS/VR komu að gerð þessa samnings og er hann á forræði starfsmanna með stuðningi stéttarfélaga. Má segja að hann sé svipaður og stofnanasamningar hjá ríkinu.

Á kjörskrá voru 23 félagsmenn LSS/VR. Tuttugu aðilar kusu um samningana og var niðurstaðan eftirfarandi:

1. Sérkjarasamningur VR og SA var samþykktur með 100% atkvæða.

2. Fyrirtækjasamningur neyðarvarða (LSS/VR) og Neyðarlínunnar ohf. var samþykktur með 100% atkvæða.

 

Um næstu áramót munu starfsmenn Neyðarlínunnar kjósa sér einn trúnaðarmann sem verður sameiginlegur trúnaðarmaður beggja stéttarfélaga (LSS og VR) og sem mun sinna starfinu næstu tvö árin. LSS/VR og fulltrúi starfsmanna hafa nú þegar bókað fund september 2022 til að endurmeta stöðuna og kanna hvort samningar hafa gengið eftir.

 

LSS og VR óska félagsmönnum sínum til hamingju með afgerandi kosningu og nýja kjarasamninga. Einnig vilja aðila koma þökkum á framfæri til trúnaðarmanns neyðarvarða fyrir frumkvæði og elju til að klára þetta verkefni með okkur. Þess má geta að samstarf LSS og VR var einstaklega gott enda var markmið beggja aðila skýrt um að hagsmunir félagsmanna yrði hafðir að leiðarljósi.

 

Mynd: Mynd tekin við undirskrift samninga af varaframkvæmdastjóra Neyðarlínunnar, fulltrúa starfsmanna Neyðarlínunnar, SA, VR og LSS.

LSS