Rannsókn hjá viðbragðsaðilum um áhrif Covid19 á andlegan líðan

Rannsóknarsetur Áfalla við Háskólann í Reykjavík stendur að  mikilvægri rannsókn á áhrifum COVID-19 á andlega líðan íslenskra viðbragðsaðila í neyðarþjónustu. Markmið rannsóknarinnar er að auka þekkingu á áhrifum heimsfaraldra á viðbragðsaðila ásamt því að bera kennsl á hvaða þættir ýta undir vanlíðan sem og vernda andlega heilsu. Sé hægt að bera kennsl á slíka þætti er möguleiki að bæta þjónustu og aðstoð fyrir viðbragðsaðila sem þurfa á því að halda.

 

Við leggjum áherslu á að sem flestir taki sér stund í að fylla inn listann einhvern tíma á næstu 14 dögum til að sem bestar upplýsingar náist um líðan okkar fólks. Listar eins og þessir eru ekki marktækir ef svörun er lág því þá er ekki hægt að útiloka að valið úrtak hafi svarað s.s. þeir sem eru best eða verst settir. Til að fá góða heildarmynd hvetjum við því alla til að svara sem ítarlegast.

 

Rannsóknin hefur verið samþykkt bæði af Persónuvernd og Vísindasiðanefnd til að tryggja öryggi í meðferð upplýsinga og nýtur stuðnings bæði Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna og Ríkislögreglustjóra.

 

Frekari kynning á rannsókninni fer fram þegar smellt hefur verið á meðfylgjandi link.

 

https://redcap.ru.is/surveys/?s=HX4J7MK7TJ