Eldvarnarátak Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hófst í Borgarnesi

Opnun Eldvarnaátak LSS fór fram í Gunnskóla Borgarness.  Í ljósi stöðu smita var ákveðið að breyta fyrirkomulaginu á opnunni.  Í stað þess að allur skólinn var rýmdur og almenn kennsla á slökkvitæki færi fram þá fékk 3.bekkur fræðslu hjá Bjarna slökkviliðsstjóra í kennslustofu. Eftir það komu börnin út og fengu verklega kennslu hjá Heiðari varaslökkviliðsstjóra. Þau fengu öll að prófa slökkva eld með dyggri aðstoð slökkviliðsins.

Sjá má umfjöllun um opnunina: https://skessuhorn.is/2021/11/18/eldvarnaratak-landssambands-slokkvilids-og-sjukraflutningamanna-hofst-i-borgarnesi-i-dag/r.

LSS