Lög LSS


LÖG

Landssambands slökkviliðs-og sjúkraflutningamanna

 

I. Kafli. Heiti félagsins og tilgangur

1. grein.

Nafn félagsins er, Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, skammstafað, LSS. Starfssvæði þess er allt landið. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.

2. grein.

Félagið er fagstéttarfélag og er tilgangur þess:

2.1.

Að vinna að kjara- og réttindamálum allra slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, slökkviliðsstjóra, eldvarnareftirlitsmanna og annarra þeirra er vinna að björgunar og slysavörnum í aðalstarfi.

2.2.

Að semja við vinnuveitendur um kaup og kjör fyrir félagsmenn sína og um önnur þau atriði, sem samningsumboð stéttarfélaga almennt nær til.

2.3.

Að koma fram fyrir hönd félagsmanna í samskiptum við önnur samtök launafólks og yfirvöld, efla samskipti við önnur samtök opinberra starfsmanna og samtök launafólks svo og að vinna að aukinni starfsmenntun og starfsþjálfun félagsmanna og treysta starfsréttindi þeirra.

2.4.

Að efla fræðslu og kynningu um fagleg málefni og um kjaramál og önnur þau málefni, sem varðað geta hagsmuni félagsmanna, m.a. með blaðaútgáfu.

2.5.

Að beita sér fyrir aukinni fræðslu almennings í eldvörnum, slysavörnum og fyrstu hjálp m.a. með því að gefa út eða stuðla að útgáfu blaða, bóka og ritlinga og láta flytja fjölmiðlum skýrslur og greinar, sem félagið eða fagleg málefni þess varða.

2.6.

Að annast samskipti við erlend samtök í sömu starfsstéttum.

 

II. Kafli. Aðild að félaginu

3. grein.

Rétt til aðildar að félaginu eiga eftirtaldir:

Aðalfélagar:

3.1.

Þeir sem gegna slökkvistarfi eða starfa við brunavarnir og/eða sjúkraflutninga, þá einnig kjörnir og/eða ráðnir starfsmenn félagsins sem gengt hafa störfum er falla undir 1. 2. eða 3. tl. greinarinnar.

3.2.

Þeir sem vinna að björgunar og slysavörnum í aðalstarfi svo og þeir sem vinna að öryggis og neyðarmálum.

3.3.

Slökkviliðsstjórar og varaslökkviliðsstjórar, sem skipaðir eru samkvæmt 15. gr. laga nr. 75/2000 um brunavarnir svo og eldvarnareftirlitsmenn.

Um aukaaðild

3.4.

Þeir slökkviliðsmenn/sjúkraflutningamenn, sem hætt hafa störfum og komnir eru á eftirlaun, eiga rétt til aukaaðildar.

3.5.

Réttur til aukaaðildar nær ekki til þeirra er falla undir 1. tl. þessarar greinar, nema að stjórn félagsins samþykki það sérstaklega.

4. grein.

4.1

Inntökubeiðni í félagið skal vera skrifleg og skal tekin fyrir á stjórnarfundi, þeim fyrsta sem haldinn er eftir að beiðnin berst félaginu.

4.2

Heimilt er að taka staðfestingu launagreiðanda um greiðslu félagsgjalda til LSS jafngilda félagsaðild. Hið sama á við um umsókn um aukaaðild.

4.3

Félagið fer með samningsumboð þeirra, sem eru félagar samkvæmt gr.3.1.til 3.3

5. grein.

5.1

Úrsögn úr félaginu skal vera skrifleg og verður því aðeins tekin til greina, að viðkomandi félagsmaður sé ekki í óbættum sökum við félagið.

5.2

Úrsögn tekur gildi þremur mánuðum eftir að hún berst félaginu, enda séu skilyrði úrsagnar fyrir hendi.

5.3

Eigi félagið í deilu við yfirvöld um fagleg réttindamál eða við viðsemjendur sína um kjör félagsmanna, eða hafi tillaga um uppsögn kjarasamninga komið fram er þó félagsmönnum óheimilt að segja sig úr félaginu, þar til ágreiningi er lokið, eða kjarasamningur hefur verið undirritaður.

5.4

Stjórn félagsins er heimilt að úrskurða félagsmann úr félaginu, sé hann horfinn til annarra starfa eða fallinn út af launaskrá, hafi starf hans verið aðalstarf og/eða hafi hann ekki staðið við greiðslur félagsgjalds sem nemur einu ári eða lengur.

5.5

Segi félagsmaður, sem gegnt hefur trúnaðarstörfum fyrir félagið, sig úr félaginu og láti af trúnaðarstörfum sínum, skal hann skyldur til að skila af sér öllum gögnum varðandi trúnaðarstarfið til félagsins innan tveggja vikna frá því að úrsögn tekur gildi.

 

III.Kafli‌ ‌Réttindi‌ ‌og‌ ‌skyldur‌ ‌

 

6. grein

Deildir‌ ‌

6.1 Deildir‌ ‌starfa‌ ‌á‌ ‌grundvelli‌ ‌laga‌ ‌félagsins‌ ‌og‌ ‌starfa‌ ‌á‌ ‌ábyrgð‌ ‌þess‌ ‌

 

6.2‌ ‌ Félagsmenn‌ ‌LSS‌ ‌eru‌ ‌sjálfkrafa‌ ‌aðilar‌ ‌af‌ ‌deild‌ ‌LSS‌ ‌hjá‌ ‌þeim‌ ‌vinnuveitanda‌ ‌sem‌ ‌þeir‌ ‌eru‌ ‌með‌ ‌ráðningarsamband‌ ‌við.‌ ‌ ‌

 

6.3‌ ‌Heimilt‌ ‌er‌ ‌að‌ ‌stofna‌ ‌landshlutadeildir‌ ‌félagsmanna.‌ ‌

 

6.4‌ ‌ Starfandi‌ ‌er‌ ‌deild‌ ‌lífeyrisþega‌.

7. grein

‌‌Trúnaðarmenn‌ ‌

7.1‌ ‌Deildir‌ ‌skulu‌ ‌kjósa‌ ‌trúnaðarmann/menn‌ ‌sbr.‌ ‌28.gr.‌ ‌laga‌ ‌nr‌ ‌94/1986‌ ‌og‌ ‌skal‌ ‌kosningu‌ ‌lokið‌ ‌fyrir‌ ‌1. febrúar‌ ‌það‌ ‌ár‌ ‌sem‌ ‌aðalþing‌ ‌félagsins‌ ‌er‌ ‌haldið.‌ ‌

7.1.1 ‌ ‌Trúnaðarmaður‌ ‌skal‌ ‌jafnframt‌ ‌vera‌ ‌fyrsti‌ ‌fulltrúi‌ ‌LSS‌ ‌innan‌ ‌þeirrar‌ ‌deildar‌ ‌sem‌ ‌hann‌ ‌er‌ ‌trúnaðarmaður‌ ‌fyrir.‌ ‌

7.1.2 ‌ ‌Séu‌ ‌kjörnir‌ ‌tveir‌ ‌trúnaðarmenn‌ ‌innan‌ ‌deildar‌ ‌skal‌ ‌taka‌ ‌fram‌ ‌í‌ ‌kjöri‌ ‌hvor‌ ‌sé‌ ‌titlaður‌ ‌ ‌fyrsti‌ ‌fulltrúi‌ ‌LSS‌ ‌deildar.‌ ‌

 

7.2 ‌Nánar‌ ‌er‌ ‌fjallað‌ ‌um‌ ‌hlutverk‌ ‌trúnaðarmanna‌ ‌í‌ ‌reglugerð‌.‌

 

7.3 ‌ Nánar‌ ‌er‌ ‌fjallað‌ ‌um‌ ‌starfsemi‌ ‌og‌ ‌hlutverk‌ ‌deilda‌ ‌í‌ ‌,,starfsreglum fyrir deildir“

8. grein

‌Fulltrúar‌ ‌ ‌

8.1‌ ‌ Deildir‌ ‌kjósa‌ ‌sér‌ ‌fulltrúa‌ ‌sem‌ ‌eiga‌ ‌atkvæðarétt‌ ‌á‌ ‌aðalþingi‌ ‌fyrir‌ ‌1.febrúar‌ ‌það‌ ‌ár‌ ‌sem‌ ‌aðalþing‌ ‌er‌ ‌haldið.‌ ‌ ‌

8.2 ‌‌Fjöldi‌ ‌þingfulltrúa‌ ‌hlutfallsreglan‌. Þingfulltrúafjöldi‌ ‌deilda‌ ‌ákvarðast‌ ‌af‌ ‌hlutfalli‌ ‌skilagreiðslna‌ ‌deilda‌ ‌í‌ ‌félagssjóð‌ ‌LSS‌ ‌frá‌ ‌síðasta‌ ‌aðalþingi.‌ ‌Hlutfallsreglan‌ ‌á‌ ‌við‌ ‌um‌ ‌deildir‌ ‌sem‌ ‌greiða‌ ‌sem‌ ‌1%‌ ‌eða‌ ‌hærra‌ ‌í‌ ‌félagssjóð‌ ‌LSS.‌ ‌

 

Kjörbréfanefnd‌ ‌LSS‌ ‌skal‌ ‌gefa‌ ‌út‌ ‌sundurliðaðan‌ ‌þingfulltrúalista‌ ‌deilda‌ ‌fyrir‌ ‌1.‌ ‌febrúar ‌ ‌á‌ ‌þingári.‌ ‌

 

Samband‌ ‌hlutfallsgreiðslna‌ ‌og‌ ‌þingfulltrúafjölda‌ ‌er‌ ‌sem‌ ‌hér‌ ‌segir;‌ ‌

1-9,9%,‌ ‌ tveir‌ ‌þingfulltrúar‌ ‌

10-19,9%,‌ ‌ fjórir‌ ‌þingfulltrúar‌ ‌

20-29,9%,‌ ‌ sex‌ ‌þingfulltrúar‌ ‌

30-39,9%,‌ ‌ átta‌ ‌þingfulltrúar‌ ‌

40-49,9%,‌ ‌ 10‌ ‌þingfulltrúar‌ ‌

50-59,9%,‌ ‌ 12‌ ‌þingfulltrúar‌ ‌

60-69,9%,‌ ‌ 14‌ ‌þingfulltrúar‌ ‌

70-79,9%,‌ ‌ 16‌ ‌þingfulltrúar‌ ‌

80-89,9%,‌ ‌ 20‌ ‌þingfulltrúar‌ ‌

90-99,9%,‌ ‌ 22‌ ‌þingfulltrúar‌ ‌

 

8.3‌ ‌Landshlutafulltrúar‌ ‌

 

Deildir‌ ‌sem‌ ‌greiða‌ ‌allt að‌ ‌0,99%‌ ‌í‌ ‌félagssjóð‌ ‌LSS‌ ‌fá‌ ‌samtals‌ ‌fjóra‌ ‌fulltrúa‌ ‌á‌ ‌landsvísu:

Vestursvæði:‌ ‌1‌ ‌fulltrúi:‌ ‌Hvalfjörður‌ ‌frá‌ ‌Botnsá‌ ‌til‌ ‌og‌ ‌með‌ ‌Miðfirði/Hvammstanga‌ ‌

Norðursvæði:‌ ‌1‌ ‌fulltrúi:‌ ‌Frá‌ ‌Miðfirði/Hvammstanga‌ ‌til‌ ‌og‌ ‌með‌ ‌Langanes/Þórshöfn‌ ‌

Austursvæði: ‌1‌ ‌fultrúi:‌ ‌Frá‌ ‌Langanesi/Þórshöfn‌ ‌til‌ ‌og‌ ‌með‌ ‌Hamarsfirði‌ ‌

Suðursvæði: ‌1‌ ‌fulltrúi:‌ ‌Frá‌ ‌Hamarsfirði‌ ‌að‌ ‌Botnsá‌ ‌í‌ ‌Hvalfirði‌ ‌

Kjörbréfanefnd‌ ‌skal‌ ‌gefa‌ ‌út‌ ‌lista‌ ‌yfir‌ ‌deildir‌ ‌sem‌ ‌teljast‌ ‌kjörgengar‌ ‌fyrir‌ ‌15. janúar ‌á‌ ‌þingári.‌ ‌

 

‌8.4‌ ‌Eftirlaunafulltrúi‌. Deild‌ ‌lífeyrisþega‌ ‌hefur‌ ‌1‌ ‌þingfulltrúa.‌ ‌

8.5 ‌ Viðbótarfulltrúi‌. Deildir‌ ‌skulu‌ ‌fá‌ ‌einn‌ ‌viðbótarfulltrúa‌ ‌fyrir hverja‌ ‌100‌ ‌félagsmenn.‌ ‌

9. grein

‌Trúnaðarstörf‌ ‌fyrir‌ ‌félagið‌ ‌

9.1‌ ‌Segi‌ ‌félagsmaður,‌ ‌sem‌ ‌gegnt‌ ‌hefur‌ ‌trúnaðarstörfum‌ ‌fyrir‌ ‌félagið,‌ ‌sig‌ ‌úr‌ ‌félaginu‌ ‌og‌ ‌láti‌ ‌af‌ ‌trúnaðarstörfum‌ ‌sínum,‌ ‌skal‌ ‌hann‌ ‌skyldur‌ ‌til‌ ‌að‌ ‌skila‌ ‌af‌ ‌sér‌ ‌öllum‌ ‌gögnum‌ ‌varðandi‌ ‌trúnaðarstarfið‌ ‌til‌ ‌félagsins‌ ‌innan‌ ‌tveggja‌ ‌vikna‌ ‌frá‌ ‌því‌ ‌að‌ ‌úrsögn‌ ‌tekur‌ ‌gildi.‌ ‌

 

9.2‌ ‌Nánar‌ ‌er‌ ‌kveðið‌ ‌á‌ ‌um‌ ‌trúnaðarstörf‌ ‌í‌ ‌erindisbréfum.‌ ‌

10. grein

‌‌Vantraust‌ ‌

10.1‌ ‌Deildir‌ ‌félagsins‌ ‌geta‌ ‌lagt‌ ‌fram‌ ‌vantraust‌ ‌á‌ ‌stjórn‌ ‌félagsins.‌ ‌

 

10.2‌ ‌Nánar‌ ‌er‌ ‌fjallað‌ ‌um‌ ‌vantraustsyfirlýsingu‌ ‌deilda‌ ‌í‌ ‌reglugerð‌ ‌nr.‌ ‌1/2020‌ ‌um vantraust.

 

11. grein

Fulltrúaráð

 

11.1 Fulltrúaráð LSS skal taka til umfjöllunar og/eða fullnaðarafgreiðslu öll meiriháttar málefni er varðað geta heildarhagsmuni félagsmanna. Einnig skal ráðið taka fyrir þau mál sem stjórn LSS vísar til meðferðar fulltrúaráðs.

 

11.2 Í fulltrúaráði sitja allir kjörnir fulltrúar samkvæmt reglum LSS um félagsaðild.

 

11.3 Aðalfund félagsins skal halda á því ári sem ekki er aðalþing. Dagskrá þess fundar er í reglugerð.

 

11.4 Á Aðalfundi félagsins situr stjórn félagsins ásamt Fulltrúaráði með málfrelsi og tillögurétt en hefur ekki atkvæðisrétt um málefni sem vísað hefur verið til afgreiðslu í Fulltrúaráði

 

11.5

Formaður Fulltrúaráðs

Á aðalþingi félagsins skal Formaður og varaformaður Fulltrúaráðs kjörinn eftir tilnefningu frá uppstillingarnefnd. Í embættin eru kjörgengir þeir sem falla undir grein 11.2.

 

 

IV. Kafli. Réttindi og skyldur félagsmanna

12. grein.

12.1

Allir félagsmenn hafa málfrelsi og tillögurétt á þingum og félagsfundum.

12.2

Atkvæðisrétt og kjörgengi í félaginu hljóta þó aðeins þeir félagsmenn, sem teljast aðalfélagar samkvæmt gr 3.1. til 3.3. laga þessara.

12.3

Ákvarðanir um samninga eða annað, er varðar kjör félagsmanna verða þó aðeins teknar af þeim, sem starfa hjá þeim vinnuveitanda eða vinnuveitendum, sem kjarasamningurinn nær til, og hafa greitt hlutfall af launum í félagsgjald síðustu 3 mánuði.

13. grein.

13.1

Allir félagsmenn eiga rétt til þess að njóta styrkja eða annarra greiðslna úr sjóðum félagsins, allt eftir þeim skilyrðum, sem fyrir er mælt um í reglum um sjóði þessa.

13.2

Allir félagsmenn eiga rétt á því að félagið veiti þeim allt það liðsinni, sem kostur er ef vanefndir koma fram af hálfu vinnuveitanda á ráðningar- eða kjarasamningi.

13.3

Fulltrúar deilda félagsmanna, er njóta félagsaðildar á grundvelli gr. 3.1 skal greiddur kostnaður vegna ferða og gistingar sé þing eða sameiginlegir fundir félagsins haldnir fjær heimabyggð en 50 km. Að öðru leyti er stjórn félagsins heimilt að ákvarða nauðsynlega þátttöku félagsins í kostnaði aðila er starfa að félagsmálum á vegum þess.

14. grein.

14.1

Öllum félagsmönnum ber að hlíta lögum félagsins, fundarsköpum og fundarsamþykktum, svo og ákvörðunum stjórnar ef þær ákvarðanir fara ekki í bága við lög þessi eða ákvarðanir félagsfunda.

14.2

Félagsmönnum er skylt að greiða það félagsgjald, sem ákveðið kann að verða samkvæmt grein 28.1.

14.3

Félagsmanni ber að jafnaði að taka við því trúnaðarstarfi fyrir félagið, sem hann kann að vera kosinn eða skipaður til að gegna.

15. grein.

15.1

Félagsmenn skulu stuðla að því, að ófélagsbundnir menn í störfum, sem starfssvið félagsins tekur til, gangi í félagið.

 

V. Kafli. Stjórn félagsins

16 grein.

16.1

Stjórn LSS skal skipuð 7 mönnum, sem kosnir skulu á aðalþingi félagsins.
Formann skal kjósa sérstaklega til tveggja ára svo og varaformann.
Fimm stjórnarmenn skal kjósa til 2ja ára, þar af einn frá fagdeild stjórnenda, einn frá fagdeild slökkviliðsmanna og einn frá fagdeild sjúkraflutningamanna eftir að leitað hefur verið eftir tilnefningu þeirra. Einnig skal kjósa tvo varamenn í stjórn með sama hætti.

16.2

Stjórnin skiptir að öðru leyti með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi eftir hvert aðalþing. Skulu stjórnarmenn þá velja gjaldkera og ritara.

17. grein.

17.1

Ef stjórnarmaður gengur úr félaginu, eða hættir stjórnarstörfum, skal varamaður taka sæti hans, en kjósa skal í hans stað á næsta aðalþingi.

18. grein.

18.1

Stjórnin heldur fundi, svo oft sem þurfa þykir. Skal formaður boða til stjórnarfunda með a.m.k. eins sólarhrings fyrirvara.

18.2

Ef þrír stjórnarmenn krefjast þess skriflega að haldinn sé stjórnarfundur, til þess að taka fyrir eitthvert tiltekið mál, skal formaður verða við þeirri beiðni innan þriggja sólarhringa.

18.3

Fundir stjórnar eru ályktunarbærir, þegar fimm stjórnarmenn eða fleiri sækja fundinn.

18.4

Stjórnarmaður frá deild eftirlaunaþega skal kvaddur til, þegar fjallað er um sérmálefni deildarinnar.

19. grein.

19.1

Halda skal gerðabók um það, sem fjallað er á fundum stjórnar. Skulu bókanir vera skýrar og skal sérstaklega bóka allar samþykktir stjórnarinnar. Fundargerðir stjórnar skulu vera aðgengilegar á heimasíðu LSS.

20. grein.

20.1

Stjórnin skal sjá um að ákvæðum þessara laga sé fylgt.

20.2

Formaður félagsins er jafnframt formaður kjararáðs. Framangreind ráð félagsins starfa samkvæmt nánari reglum settum þar um á aðalþingi félagsins. Stjórninni skal heimilt að skipa nefndir til að vinna að einstökum málefnum eða til að gera tillögur um lausn ýmissa mála.

20.3

Stjórnin skal bera ábyrgð á fjármálum félagsins, bæði tekjuöflun og ráðstöfun teknanna. Störf gjaldkera að fjármálum félagsins eru í umboði stjórnarinnar. Stjórnin skal fylgjast með öllum málefnum, sem varðað geta réttindi og skyldur félagsmanna, hafa umsjón með starfsemi einstakra deilda og leitast við að tryggja viðgang félagsins, eins og kostur er.

20.4

Stjórnin skal taka ákvörðun um ráðningu starfsmanna til félagsins og ráðningarkjör þeirra.

20.5

Stjórn félagsins getur ákveðið að fram skuli fara allsherjaratkvæðagreiðsla um afgreiðslu mikilvægra mála, sem til ákvörðunar eru.

21. grein.

21.1

Stjórnin skal sjá um að reikningar félagsins séu endurskoðaðir, og gera það svo tímanlega að endurskoðaðir reikningar birtir á heimasíðu félagsins eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalþing félagsins.

 

VI. Kafli. Félagsfundir LSS

22. grein.

22.1

Þing félagsins hafa æðsta vald í þeim málefnum, sem fyrir þau eru lögð, samkvæmt lögum þessum eða öðrum ákvörðunum. Lögmætir félagsfundir hafa æðsta vald í málefnum félagsins milli þinga, innan þeirra marka, sem lög þessi setja.

22.2

Allir félagsmenn skulu hafa rétt til að sækja félagsfundi. Leitast skal við að halda félagsfundi á þeim stað, sem auðveldar fundarsókn. Samþykktir félagsfunda mega ekki fara í bága við samþykktir þinga LSS eða aðrar ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli þeirra.

22.3

Félagsfundi skal boða með minnst 7 daga fyrirvara með rafrænu fundarboði til allra deilda félagsins. Í fundarboði skal geta dagskrár, þannig að fram komi öll þau mál, sem til umfjöllunar verða á fundinum. Ekki má taka fyrir málefni á félagsfundi, sem varðað geta hagsmuni einstakra félagsmanna sérstaklega, nema þess hafi verið getið tryggilega í fundarboði.

22.4

Félagsfund skal halda þegar þörf krefur, en einnig ef 50 félagsmenn eða fleiri krefjast þess skriflega að fundur verði haldinn um tiltekið málefni. Komi fram slík krafa skal halda félagsfund innan tveggja vikna eftir að krafan er réttilega fram komin.

23. grein.

23.1

Halda skal gerðabók og skrá í hana þau málefni, sem fyrir eru tekin á þingum og félagsfundum. Skal með sama hætti og greinir í 20. grein bóka skýrlega það sem um er fjallað og skrá sérstaklega allar samþykktir félagsfunda. Fundagerð skal vera aðgengileg á heimasíðu LSS.

 

VII: Kafli. Aðalþing

24. grein.

24.1

Aðalþing skal halda annað hvert ár á tímabilinu 1. mars til 30. Apríl. Skal til þess boðað með a.m.k. eins mánaðar fyrirvara. Heimilt er að boða til þings með rafrænum hætti. Þingskjöl skulu fylgja með fundarboði. Óski félagsmenn eftir því að tillögur til umfjöllunar á aðalþingi, sem varða meiriháttar málefni, hafa í för með sér fjárhagslegar skuldbindingar eða varða einstaka félagsmenn eða deildir sérstaklega, svo og tillögur um lagabreytingar, skulu þeir hafa tilkynnt það til stjórnar a.m.k. sex vikum fyrir aðalþing félagsins. Á aðalþing LSS eiga setu og tillögurétt allir félagsmenn LSS. Atkvæðisrétt á aðalþingi hafa einungis réttkjörnir fulltrúar samkvæmt grein 9 og stjórn LSS.

24.2

Mánuði fyrir þingbyrjun skal stjórn félagsins skipa
Þrjá menn í undirbúningsnefnd sem starfar með stjórn félagsins að undirbúningi þingsins. Nefndin tekur einnig starf kjörbréfanefndar og skilar áliti í þingbyrjun.
Þrjá menn úr hópi kjörinna þingfulltrúa utan stjórnar félagsins í nefndanefnd er geri tillögur í þingnefndir samkvæmt 16. gr. þingskaparlaga, sem verði lagðar fram til afgreiðslu á fyrsta þingfundi.

24.3

Uppstillingarnefnd félagsins er skipuð af fulltrúaráði á aðalfundi LSS.

Uppstillinganefnd skal skipuð fimm félagsmönnum, þrem aðalmönnum og tveim varamönnum.
Nefndin skal auglýsa eftir einstaklingum til kjörs samkvæmt lögum félagsins.
Uppstillingarnefnd hefur það meginhlutverk að stilla upp einstaklingum til stjórnarkjörs.
Uppstillinganefnd ræðir allar tillögur sem henni kunna að berast og kappkostar að taka tillit til starfsgreina og landssvæða þannig að stjórn endurspegli breidd félagsins.

24.4

Einnig er heimilt að fela nefndinni frekari verkefni er varðar uppstillingu samkvæmt sérstökum samþykktum þar um. Tryggt skal að slíkar samþykktir fari ekki í bága við önnur ákvæði laga og reglna. 25.5 Uppstillingarnefnd skal starfa sjálfstætt og kýs sér formann.

24.6

Framboð til stjórnar skulu berast til uppstillingarnefndar eigi síðar en 35 dögum fyrir þing. Uppstillingarnefnd skal kynna framboðin fyrir þingfulltrúum og á heimasíðu félagsins, eigi síðar en 31 degi fyrir þing.Þeir einir eru kjörgengir til stjórnar sem hafa greitt hlutfall af launum í félagsgjald síðustu 6 mánuði áður en uppstillingarnefnd lýkur störfum auk heiðursfélaga. Kosning er bundin við tilnefningu og fer fram skriflega, nema eigi séu fleiri en kjósa á, en þá er sjálfkjörið.

 

25. grein.

25.1

Á aðalþingi skal taka fyrir eftirtalin málefni:

 

 

 1. Setning
 2. Ávörp
 3. Kosning fundarstjóra og fundarritara, eftir tilnefningu formanns félagsins.
 4. Afhending heiðursmerkja LSS
 5. Uppstillingarnefnd skilar niðurstöðum sínum.
 6. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
 7. Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar ásamt umræðum um fjárhagsáætlun.
 8. Ákvörðun um félagsgjöld og samningsréttargjöld til LSS
 9. Lagabreytingar, ef tillögur um þær liggja fyrir.
 10. Setning starfsreglna fyrir deildir, sjóði eða nefndir félagsins ef við á.
 11. Ársfundir Fagdeilda.
 12. Kosning formanns, þegar við á og varaformanns.
 13. Kosning annarra stjórnarmanna, samkvæmt 17. gr.
 14. Kosning tveggja manna til að endurskoða reikninga félagsins.
 15. Kosning tveggja varamanna í stjórn.
 16. Kosning 2 fulltrúa hlutastarfandi og 1 til vara samkvæmt reglugerð um Fulltrúaráð
 17. Kosning kjörstjórnar til tveggja ára. Kjósa skal þrjá aðalmenn og tvo til vara.
 18. Stefnumörkun varðandi kröfugerð og kjarasamninga og staðfestingu á skipan aðalmanna og varamanna í samninganefndir.
 19. Önnur mál löglega fram borin.

VIII. Kafli.Sjóðir

26. grein.

26.1

26.2

Heimilt er að koma á fót vinnudeilusjóði, sem hafi það að markmiði að styrkja stöðu þeirra félagsmanna, sem þátt mega taka í vinnudeilu, sem félagið hefur stofnað til. Stjórnin skal ákveða upphæð, sem úthluta skal í hvert sinn í samræmi við hag sjóðsins. Umsóknir um greiðslur úr vinnudeilusjóði skulu sendar skriflega til stjórnar. Aðalþing getur sett vinnudeilusjóði samþykktir, en ekki mega ákvæði þeirra fara í bága við lög þessi.

Sjóðir félagsins heyra undir stjórn LSS. Í kjölfar ársþings skipar stjórn LSS úthlutunarnefndir til tveggja ára. Úthlutunarreglur sjóðanna eru háðar samþykki stjórnar LSS.

 

IX. Kafli. Félagsgjöld.

27. grein.

27.1

Félagar skulu greiða félagsgjald og skal fjárhæð þess og tilhögun greiðslu ákveðin á aðalþingi. Nýir félagar, sem ganga í félagið skulu greiða félagsgjöld í hlutfalli við þann tíma af árinu, sem þeir eru félagar.

27.2

Undanþegnir skyldu til greiðslu félagsgjalds eru þó þeir félagsmenn, sem náð hafa eftirlaunaaldri.

27.3

Verði félagsmenn atvinnulausir skulu þeir halda félagsaðild sinni og þeim réttindum, sem er á færi félagsins að veita, á meðan þeir eru atvinnulausir og sannanlega ekki með félagsaðild að öðru stéttarfélagi. Atvinnulausir greiði félagsgjald, en heimilt er að fella það niður.

27.4

Stjórn félagsins er heimilt, komi fram beiðni þar að lútandi, að fella niður félagsgjöld einstakra manna, sem samkvæmt staðfestingu deilda eða slökkviliðsstjóra, taka ekki þátt í starfi slökkviliða á viðkomandi stað, þó svo að þeir séu skipaðir slökkviliðsmenn skv. 19. gr. laga nr. 75/2000. Stjórnin skal ekki nýta þessa heimild sína, nema ótvírætt sé, að viðkomandi menn sinni ekki starfi sínu þrátt fyrir skipunina.

 

X. Kafli. Verkföll og aðrar vinnudeilur

28. grein.

28.1

Kjararáð félagsins skal gera tillögu um boðun vinnustöðvunar og skal sú ákvörðun borin undir félagsmenn með þeim hætti sem fyrir er mælt í lögum 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og lögum nr. 80/1938 um stéttarfélög og vinnudeilur.

 

XI. Kjörstjórn

29. grein.

Á aðalþingi skal kjósa 3 menn í kjörstjórn og tvo til vara. Kosningin skal vera til tveggja ára.
Verkefni kjörstjórnar er:

29.1

Að hafa umsjón með kjöri fulltrúa, sbr. 9 grein laga, á aðalþing félagsins.

29.2

Að undirbúa og sjá um framkvæmd á atkvæðagreiðslum um verkfallsboðun, um kjarasamninga og um frestun eða lok verkfalls samkvæmt gildandi lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna.

29.3

Að undirbúa og sjá um framkvæmd á allsherjaratkvæðagreiðslum samkvæmt lögum þessum.

29.4

Að undirbúa og annast aðrar atkvæðagreiðslur samkvæmt lögum þessum svo og þær atkvæðagreiðslur sem stjórn, þing eða félagsfundir kunna að fela kjörstjórninni.

29.5

Að fylgjast með að kjör öryggistrúnaðarmanna fari fram samkvæmt lögum nr.46/1980 í deildum félagsmanna er aðild eiga að félaginu á grundvelli gr 3.1. þessara laga.
Kjörstjórn úrskurðar um úrslit í atkvæðagreiðslum í félaginu svo og um vafaatriði, sem upp koma við framkvæmd þeirra.

30. grein.

Kjararáð ber ábyrgð á skipan samninganefnda.

 

XII. Kafli. Slit félagsins

31. grein.

31.1

Félaginu verður ekki slitið, nema það sé samþykkt af 3/4 hluta greiddra atkvæða allra félagsmanna í leynilegri allsherjaratkvæðagreiðslu.

 

XIII. Kafli Lagabreytingar

32. grein.

32.1

Lögum þessum verður ekki breytt nema á löglegu aðalþingi. Heimilt er þó, á aðalþingi, eða framhaldsaðalþingi, að vísa tillögum til breytinga á lögum þessum til samþykktar eða synjunar félagsmanna í leynilegri allsherjaratkvæðagreiðslu.

32.2

Til þess að lagabreytingar öðlist gildi, þarf að samþykkja þær með 2/3 hlutum greiddra atkvæða.

32.3

Ákvæði gr.33.1 laga þessara verður ekki breytt, nema á tveimur aðalþingum.

32.4

Lagabreytingar öðlast gildi strax að þingi loknu.

 

33. grein.

33.1

Lög þessi öðlast gildi þann 24. september 2020 og jafnframt falla úr gildi öll eldri lög félagsins.