Íslandsmót slökkviliða
 

Dagsetning: Laugardaginn 31. ágúst

Staður: Sporthúsið - Kópavogi


Drög að dagskrá móts:
 
08:30 - Vigtun fyrir kraftlyftingar og Pump and Run
09:00 - Kraftlyftingar hefjast. Bekkpressa og réttstöðulyfta
09:00 - Fótboltamót hefst
10:30 - Bekkpressa - Pump and Run
11:00 - 5 km hlaup / Pump and Run
13:00 - Slökkviliðskeppnin
 

Um kvöldið er fögnuður, nánar kynnt síðar.

 

Kl. 13-17 verða hoppukastalar og þrautabraut fyrir krakka á útisvæði ásamt öðrum uppákomum.

Viðburðurinn er opinn almenningi og þá sérstaklega Slökkviliðskeppnin, sem er mjög áhorfendavæn og skemmtileg keppni.


Upplýsingar fyrir keppendur:

Skráning er opin.  Skráningargjald er 4000 krónur, allir keppendur mega keppa í eins mörgum greinum og þeir vilja.  Keppendur fá bol gefins og möguleika á úrdráttarverðlaunum frá samstarfsaðilum mótsins, OTS og LeanBody.  Þeir sem mæta svo í partýið um kvöldið fá góða hressingu við komu. 

Allir keppendur og dómarar fá FRÍTT Í SUND í Sundlaug Kópavogs á keppnisdaginn.  Þar er kjörið að skola af sér, gufa sig upp og kæla sig svo niður og hressa sig fyrir gleðina um kvöldið.

Keppendur fá frítt inn í Sporthúsið á keppnisdaginn.  Þar er hægt að hita upp fyrir sína grein eða taka smá aukaæfingu, jafnvel henda sér í pott og gufu.  Fótboltamótið er innanhús bolti á gervigrasi.  Kraftlyftingarnar og bekkpressan í Pump&Run fara fram í "Sportbrautinni" sem er hliðarsalur hjá CrossFit Sport.  Hlaupið er ræst bakvið Sporthúsið og hlaupið er út að Kópavogsbryggju og til baka á sléttri og góðri leið.  Slökkviliðskeppnin fer fram á túni austan megin við Sporthúsið.

Mikilvægt er að keppendur mæti tímanlega áður en þeirra grein hefst þar sem farið er yfir alla æfingastaðla og reglur áður en keppnin hefst.  Það er á ábyrgð keppenda að mæta og þekkja alla staðla áður en þeir keppa.

Mótið er opið fyrir alla meðlimi LSS, hvort sem þeir starfa við slökkvilið, sjúkraflutninga, eldvarnareftirlit, á Neyðarlínunni eða í öðrum störfum.

Mótið er fyrst og fremst til gamans gert til að þjappa liðsandann, kynnast kollegum og njóta félagsskapsins.  Við hvetjum alla til að finna sér grein og vera með :)

Láns- eldgallar verða á staðnum fyrir þá sem ætla að keppa í Slökkviliðskeppninni og eru ekki með eldgalla.

Fyrir nánari upplýsingar, hafið samband við Ómar í síma 8935852


Upplýsingar um keppnisgreinar:

 

 

Samstarfsaðilar mótsins eru: