5K Pump and Run


5K Pump and Run er keppnisfyrirkomulag sem reynir á kjöt og cardio.  Keppandi lyftir líkamsþyngd (eða hlutfalli af líkamsþyngd) eins oft og hann getur, allt að 30 sinnum.  Svo er hlaupið 5 km götuhlaup og hver endurtekning í bekkpressu telur 30 sekúndur af hlaupatímanum. 

Þyngdarflokkar:
Þyngd á stöng í bekkpressu er mismikil % af líkamsþyngd eftir flokkum.  Verðlaunað er fyrir 1. 2. og 3. sæti í karlaflokki og kvennaflokki óháð aldursflokki.

Karlar:
39 ára og yngri : 100% líkamsþyngd
40-49 ára : 90% líkamsþyngd
50-59 ára : 80% líkamsþyngd
60-69 ára : 70% líkamsþyngd
70 ára og eldri: 60% líkamsþyngd

Konur:
39 ára og yngri : 70% líkamsþyngd
40-49 ára : 60% líkamsþyngd
50-59 ára : 50% líkamsþyngd
60-69 ára : 40% líkamsþyngd
70 ára og eldri: 40% líkamsþyngd

Reglur:

·      Upphitun er á ábyrgð hvers og eins.  Ekki verður hægt að hita upp í keppnisbekknum eftir að keppnin hefst.

·      Lyftan hefst með stöngina í útréttri stöðu.

·      Stöngin verður að snerta brjóstkassa og lyft upp í efstu stöðu með útréttar hendur í hverri lyftu svo endurtekningin teljist gild

·      Stöngin má ekki "skoppa" á brjóstkassanum.

·      Brjóstbak og rass verða að vera í snertingu við bekkinn allan tíman á meðan lyfta er framkvæmd.

·      Fætur verða að snerta gólf meðan lyftan er framkvæmd. Ekki er leyfilegt að krækja fótum við fætur á bekk.

·      Ef þess er óskað má hafa skífur undir fótum.

·      Leyfilegt er að hafa belti og úlnliðsvafninga en ekki bekkpressutreyju.

 

Vigtun:

·      Líkamsþyngd verður námunduð við næstu 2.5 kg.
Dæmi: 81-82 kg er námundað við 80kg, 83-84kg er námundað við 85kg.

·      Vigtað er í hlaupaskóm, hlaupabuxum og bol.