Kraftlyftingar


Keppt er í tveimur greinum, "push-pull". Það er réttstöðulyfta og bekkpressa. Heimilt er að keppa í annari hvorri greininni eða báðum og er verðlaunað fyrir hvorn flokk ásamt samanlögðu.  Keppt er samkvæmt keppnisstöðlum í klassískum kraftlyftingum án búnaðar. Leyfður búnaður er lyftingabelti og úlnliðsvafningar. Ekki má vera í teygjubol eða nota vafninga.

Vigtun fyrir lyftingarnar er kl. 8:30 á keppnisdag. Mjög mikilvægt er að allir keppendur mæti tímanlega í vigtunina. Ef keppandi mætir ekki í vigtun fellur hann sjálfkrafa úr keppni.

 

BEKKPRESSA

Klassísk bekkpressa án búnaðar. Keppandi fær þrjár tilraunir. Keppandi þarf að gefa upp hvaða þyngdir hann hyggst reyna við áður en mótið hefst. Til að lyftan teljist gild þarf keppandinn að koma stönginni í upphafsstöðu með útréttar hendur áður en stöngin fer niður að bringu. Keppandi þarf að stjórna stönginni niður þannig að hún snerti brjóstkassa og bíða þess að dómari segji “lyfta” og og þá má hann pressa stönginni upp. Í efstu stöðu þarf keppandinn að hafa stjórn á stönginni með útréttar hendur og skila svo stönginni þegar dómari segir honum að “skila”. Keppandi má ekki lyfta rassinum frá bekk, þá telst lyftan ógild. Leyfður búnaður er lyftingabelti og úlnliðsvafningar. Keppandi ber sjálfur ábyrgð á notkun magnesíums kjósi hann að nota það.

RÉTTSTÖÐULYFTA

Keppandi fær þrjár tilraunir. Keppandi þarf að gefa upp hvaða þyngdir hann hyggst reyna við áður en mótið hefst.

Til að lyfta teljist gild þarf keppandinn að lyfta stönginni í efstu stöðu þar sem mjaðmir eru opnar og búkur uppréttur. Þegar dómari gefur merki, má skila stönginni niður. Ekki má "droppa" stönginni nema stöngin sé komin niður fyrir hné.

Stigagjöf

Skorað er samkvæmt Wilks töflunni sem þýðir að þyngd gildrar lyftu er margfölduð með gildi sem tekur mið af líkamsþyngd keppanda.

Gefin verða verðlaun fyrir sigurvegara í bekkpressu, réttstöðulyftu og einnig fyrir samanlagðan árangur hjá þeim sem keppa í báðum lyftum.

WILKS taflan