Slökkviliðskeppni


facebook.com/islandsmotslokkvilida

Hraustasti slökkviliðsmaður og -kona Íslands verður haldin í fyrsta sinn á Íslansmóti slökkivliða 2018.

Markmið keppninnar er að reyna á getu keppenda í greinum sem líkja eftir raunverulegum verkefnum slökkviliðsmanna. Keppnisgreinarnar taka þó mið af aðstæðum og þeim búnaði sem við höfum aðgang að í þessu fyrsta móti af þessu tagi hér á landi.

Keppendur keppa í fullum búnaði og með kúta á bakinu, en án SÖB og keppendur ráða hvort þeir noti hanska eða ekki.

Tveir keppendur eru ræstir samtímis og besti tíminn sigrar keppnina.

Gefin eru vegleg verðlaun fyrir hraustasta karlinn og hraustustu konuna.


KEPPNIN

Eitt rennsli gegnum brautina á tíma.

 1. Taka tvær 20m B slöngur, leggja þær út í eina lengju, kúplingar tengdar saman.

 2. Rúlla upp sömu slöngum og hlaupa með þær til baka að upphafsreit.

 3. 70kg dúkka er dregin 40/30m

 4. Tveir 25kg froðubrúsar eru bornir 60/80m í bændagöngu.

 5. Sleggjubraut. Stálkubbur laminn áfram eftir 2m braut.

 6. 40/30m vatnshlaðin C-árásarlögn með stút er dregin að merktum stað.

 7. Hlaupið er með stútinn á fullhlöðnu slöngunni til baka um 40/30m og sprautað er í skotmark við endamarkið.

REGLUR

Fatnaður: Hjálmur, eldgalli, öryggisskór. Frjálst að nota hanska eða vera án þeirra.

 • 1.grein: Slangan verður að liggja í beinni línu með kúplingar samtengdar. Kúpling á fjærenda þarf að ná yfir merkta línu sem er 40m fremst í brautinni. Slangan er rúlluð upp einfalt.

 • 2.grein: Slöngurnar skulu rúllaðar upp í einfaldar rúllur. Slöngurnar eru settar í hólf við upphaf brautarinnar.  Ef slanga passa ekki í hólfið þarf að lagfæra slönguna svo hún passi í.  Hólfið er jafn breitt og þekkist í rekkum á dælubíla, þ.e. 15 cm breitt.

 • 3. grein: Dúkka sem vegur 70kg er dregin samtals kk:40m / kvk:30 metra. Dúkkan er dregin út fyrir keilu á brautinni þar sem snúið er við. Bakka skal með dúkkuna. Ekki má toga dúkkuna á eftir sér með því að halda í hálsmálið. Ekki er leyft að nota hjálparbúnað eins og t.d. sling.

 • 4. grein: Brúsarnir vega 25kg hvor hjá körlum og konum. Karlar bera brúsana út fyrir keilu á fjærenda brautarinnar, 40m, og til baka, samtals 80m.  Konur bera brúsana samtals 60m.  Frjálst er að leggja brúsana frá sér hvenær sem er til að hvíla.  10 sek refsing er gefin er brúsunum er kastað frá sér eftir burð.

 • 5. grein: 12 punda sleggja er notuð til að berja stálkubb eftir 2m löngum trébakka.  Þyngdin á kubbnum er um 70kg hjá körlum og 55kg hjá konum.  Þrautinni telst lokið þegar kubburinn snertir enda brautarinnar.

 • 6. grein: Fullhlaðin árásarlögn með tveimur C-slöngum og stút liggur úti. Fyrir karla er lögnin 40 metra, 30 metrar fyrir konur. Keppandi togar slönguna til sín þar til hann hefur stút í hönd. Ekki má fara út fyrir merktan reit þegar slangan er dregin inn. Keppendur skulu toga til sín slönguna, hönd yfir hönd. Ekki er leyft að toga slönguna til hliðar eða öfugt yfir öxl.

 • 7. grein: Sama fullhlaðna árásarlögnin er því næst dregin alveg út aftur, karlar í 40 metra, konur í 30 metra. Þegar lögnin hefur verið dregin út að fullu skal keppandi opna fyrir stútinn og sprauta niður skotmark við endamarkið. Þegar skotmarkið fellur stöðvast tíminn og keppni lýkur.