Mynd - 3. nóvember - Ráðstefna um sálrænan stuðning við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu þann

3. nóvember - Ráðstefna um sálrænan stuðning við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu þann

Hotel Nordica
Formleg opnun verður á hendi Heilbrigðisráðherra.
Fyrirlesarar; Dr. Heiðdís Valdimarsdóttir, Dr. Barbara Juen, Ólafur Örn Bragason, Stephen Regal, Dr. Stevan Hobfoll, Jóhann Toroddsen og Eva Tamber.
Efni; Áföll og áfallastreita, Áföll og þrautseigja og fleira.

"Allir viðbragðsaðilar í neyðarþjónustu upplifa erfið útköll og þeim fylgja stundum áskoranir sem geta dregið dilk á eftir sér í formi andlegrar vanlíðunar. Það er því mikilvægt að hlúð sé vel að sálrænum stuðningi þessa hóps. Dagana 2. - 4. nóvember munu Landssamband Slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna, Landssamband Lögreglumanna, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Neyðarlínan 112, Landhelgisgæslan, Rauði Kross Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Sálfræðingarnir Lynghálsi standa að ráðstefnu og vinnustofum um þessi málefni sem ber heitið „Sálrænn stuðningur við viðbragðsaðila í neyðarþjónustu“. Ráðstefnustjóri er María Ellingsen.

 
Ásamt innlendum mannauð í þessum málum; Dr. Berglindi Guðmundsdóttur, Dr. Sigríði Björk Þormar, Jóhanni Thoroddsen, Ólafi Erni Bragasyni, Njáli Pálssyni og Hjördísi Guðmundsdóttur munu fjórir erlendir sérfræðingar koma og flytja fyrirlestra og stýra vinnustofum. Á meðal þeirra er Dr. Stevan Hobfoll sem telst einn helsti sérfræðingur í heimi á uppbyggingu sálræns stuðnings og vinna flest mannúðarsamtök s.s. Alþjóða Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn eftir fimm grundvallarmarkmiðum Hobfolls. Það er okkur einstakur heiður að njóta þekkingar hans á þessari ráðstefnu.

Ráðstefnan er haldin þann 3. nóvember og er boðið uppá vinnustofur 2. og 4. nóvember. Skráning á ráðstefnuna og nánari upplýsingar um vinnustofur er að finna á netinu undir: www.salfraedingarnir.is
 
Dagskrá o.fl.: