17. nóvember - Opnun Eldvarnaátaksins

Opnun Eldvarnaátaksins fer fram þann 17. nóvember. 

Árlegt Eldvarnaátak LSS og slökkviliðanna fer fram 17. - 25. nóvember. Þá verða öll skólabörn í 3. bekk um allt land heimsótt og þeim veitt fræðsla. Formleg opnun fer fram í Lágfellsskóla í Mosfellsbæ þann 17. nóvember þar sem rýming verður æfð.
Þetta er 22 árið sem átakið er haldið og því búið að fræða yfir 100.000 manns.